Syrpa - 01.10.1915, Page 49
SYRPA, II. HEFTI 1915
111
ug æfikjörum Grongs, mrð bæði
hrygg og hrædd við áfellisdóm þann,
cr hann kvað upp, en henni gafst
ckki einu sinni tækifæri á að tala
við hann um ástæðurnar, ]iví hann
sagðist blátt áfram vera dauðleiður
af Magnhildi og helst ekki vilja um
han:a tala.
Henni fanst líka sjálfri öðruhvoru,
—Magnhildur vera þannig, að hún
ætti örðugt með að hafa mikil mök
við hana.
En ætti hún þó á annað borð að
koma sínu fram, yrði hún samt sem
áður að reyna að komast fyrir
hvernig í öllu lagi.
Hún hitti svo Magnliildi dag
nokkurn, og sagði henni hispurs-
laust að hún hefði fastákveðið að
leggja af stað daginn eftir; hún
sagði henni að hún þyrfti ekki að
hafa miklar áhyggjur vegna klæð-
naðar; því ef þær staðnæmdust
einhverstaðar, þá gæti hún keypt
fatnaö þar; hún sagðist sjálf vera
vön að ferðast þannig.
Tetta gerðist klukkan 9 ia.ð morgn
inum, um liádegisbilið sendi Magn-
liildur manni sínum símskeyti, liann
hafði fyrir skomstu látið hana vita
að hann væri staddur í Björgvin.
Símskeytið var á þessa leið: “Rann-
veg, gift ríkum ameríkumanni,
Charles Randon, Ncw York, nýkom-
in; vill fá mig í langferð.
Magnhildur.
Henni fanst þetta ganga svikum
næst, er liún á mínútunni klukkan
tólf, sendi skeytið. Svik? Viðhvern?
Hún þurfti ekki að standa reikn-
ingsskil af neinu. Hún fór einför-
um allan seinni part dagsins. Þegar
hún kom heim um kvöldið, beið
hennar liraðskeyti:
“Kem með gufuskipinu á morgun.
Skarlie.
Rannveg leitaði Magnhildi klukk-
an 8 morguninn eftir; hún ætlaði
að koma flatt upp á hana með ný
ferðaföt, sem voru geymd á gisti-
húsinu. En hús Magnliildar var
lokað. Hún gekk umhverfis húsið,
og leit inn um svefnherbergis glugg-
ann, blæjurnar voru undnar upp.
Magnhildur var farin út; hún, sem
fór þó nærri því aldrei á fætur fyr
en um og eftir 9!
Jæja, klukkan 9 og 9J/» var lokað,
líka klukkan 10. Klukkan 11, fékk
hún tvo drengi fyrir góða borgun,
til þess að vera á verði við húsið, og
láta sig vita nær Magnhildur
kæmi lieim.
Hún beið sjálf í gistihúsinu.
Klukkan varð 1, 2, 3—engin boð.
I-Iún atliugaði varðmenn sína og
þeir voru á réttum stað. Klukkan
varð 4 og 5, en um 6 leytið, kom
drengur lilaupandi og móti honum
þaut Rannveg, með hattinn í hend-
inni.
Hún hitti Magnhildi í eldhúsinu.
Magnhildur átti svo annríkt, að
Rannveg gat ekki fengið að tala við
hania. Hún var á þönum um öll her-
bergi í liúsinu. Og í kjallaranum
var hún líka eilífðar tíma. Rann-
vog beið; en svo fór hún inn í búrið.
Hún spurði hvort hún gæti ekki
komið snöggvast með sér yfir á
gistihúsið.
I>að gat Magnhildur ekki. Nú var
hún aö taka til smjörið. “Handa
hverjum á þetta að vera?”
“Ó....” Rannveg sá að liönd
hennar titraði.
“Kemur Skarlie með gufuskip-
inu?” Magnhildur gat ekki svarað
neitandi, það mundi liafa verið
gagnlaust, og þessvegna sagði hún
“Já....” Sendir þú eftir honum?”