Syrpa - 01.10.1915, Síða 55
SYRPA II. HEFTI 1915
117
aði með fögrum degi, svo að það
mátti sitja uppi á þilfarinu og lesa
og baka sig í sólskininu kl. 11 um
kvöldið. Annan janúar sást leiðar-
vísirinn, fjallið Erebus, líkt og eld-
stólpi, þótt það enn væri í 115 mílna
fjarlægð.
Fjöllin Erebus og Terro.r standa á
stórri eyju, sem er lík óregulegum
þríhyrningi I laginu, með frá fjöru-
tíu til fjörutíu og fimm mílna löng-
um liliðum, sem snúa til norðaust-
urs, suðurs og vesturs. Norðurodd-
inn, sem fyrst er komið að, heitir
Fuglanes. Ef siglt er til vinstri
handar við eyjunna, eða í suðaust-
ur, verður fyrir austurendi hennar.
Crozier nes, þar sem ísgarðurinn
gengur fram í sjóinn^ og nær brún
hans meira en 400 mílur austur það-
an. Ef siglt er vestanverðu við eyj-
una er komið inn í McMurdo sund,
scm er á milli hennar og vesturfjall-
anna á meginlandinu á móti. Syðst
á eyjunni, þeim megin er liið langa
Armitage nes með Hut-tanga, þar
sem skipið Discovery hafði aðseturs-
stað veturinn 1902. Þaðan eru liér
um bil fimm mílur gcgnum ísrek
upp að brúninni á ísgarðinum.
Jökullinn hvílir á fastalandshálend-
inu og breiöist út við rætur þess;
og yfir hann lá leiðin nærri 400 míl-
ur suður þar til Beardmore jökull-
inn myndar skarð í hina fjállháu
ístinda.
StöSin við Evans-nes.
Gömlu vetrarstöðvarnar voru ó-
æskilegar, bæði vegna vindanna,
sem næddu þar um að sunnan af
ísnum, og þess, að þar var örðugt
að koma að hjálparskipi. Crozier-
nes var að mörgu leyti hentugt
fyrir vetrarsetustað, en margar vikur
hefði þurft til þess að koma öllu þar
á land. En þá bar fyrsta 'happið
í ferðinni að höndum. Ágætur
blettur fanst á miðri vesturströnd-
inni, sem iá í skjóli fyrir verstu næð-
ingum; og þar var ágæt lending við
slétta ísskör, sem var hér um bil
f jórðungur mílu á lengd, og var enn
sterk og traust, þótt komiö væri
fast að sumarþíðunum. Eftir átta
daga var alt komið á land og stærsti
kofinn kominn upp, þótt ekki væri
hann fullgjör; matvæli og útbúnað.
ur voru á sínum rétta stað, 'svo að
Bowers, sem var einstakur snilling-
ur í því að raða niður, gat gripið
hcndi til hvers sem á þurfti að
halda. Hundar og hestar voru
orðnir frískir; og hestarnir urðu
svo fjörmiklir. að þeir stundum
veltu um koll bæði ökumanni og
hlassi. Heir dróu hvert ækið eftir
annað upp ströndina, og 'sumir
ökumcnnirnir fóru jafnvel 10 ferðir
á dag, eða 24 mílur í alt. Verkið
gekk mjög greiðlega vegna þess að
alt hafði verið svo vel f haginn
búið mánuðum á undan. Eitt ein-
asta slys kom fyrir meöan á afferm-
ingunni stóð Ein hreyfivélin fór
niður um ísinn og sökk til botns;
hafði verið sett á veikann blett; en
til allrar liamingju misti samt eng-
inn iífið við þaö.
Hættulegur leikur við hvali.
Annan daginn, sem verið var að
afferma skipið, kom cinkennilegasta
æfintýrið í allri ferðinni fyrir. Scott
kom seint upp á þilfarið, því hann
hafði vakað samfleytt í 48 klukku-
tímia. Þegar liann kom upp, sá
hann sex eða sjö háhyrninga, suma