Syrpa - 01.10.1915, Page 59
SYRPA II. HEFTI 1195
121
astur, en hvíla sig á daginn þegar
hlýast var, því það var þægilegast
fyrir hestana. Og þannig héldu
þeir áfram “gcgnum hina endalausu
]>ögn eyðimerkurinnar livítu, sem
aðeins var rofin af hinu suðandi
hijóði frá fótum lestarinnar í snjón-
um.”
í stærstu snjósköflunum sást best
hvílíkt afbragð þessir einu snjóskór
voru. Þeir voru festir á stærsta
hcstinn og í nokkrar mínútur gekk
hann um hálf klunnalega, en svo
vandist liann við þá. Aktygin voru
lögð á hann og hann fór á undan
yfir mjúku skaflana, sem fyltu upp
lægðir í ísnum. En þar sem verstu
skaflarnir komu fyrir aðeins með
köflum, “höfum við tekið upp á því
að feta okkur áfram með fótvissustu
hestana á undan, en láta liina bíða
þar til búið cr að kanna leiðina.
En sú óvissa, sem maður leggur út
í á slíku ferðalagi. Á hverjum degi
kornur eitthvað nýtt 1 ljós, einhver
nýr erfiðleiki, sem sýnist ætla að
valda alvarlegri töf. iÞess vegna er
það, býst eg við, að þetta hættuspil
er svo eftirsóknarvert.”
Prá öryggisbúðum voru farnar
fimtán dagleiðir^ þær fyrstu þrjár í
austur til suðaustur, til þess að
komast fyrir liáls, sem gengur fram
úr fjöllunum, síðan beint suður á
79. 8'Á breiddarstig. Stöðin, þar
sem stefnunni var breytt, var köll-
uð “Hornstöð” og endastöðin
“Einnar-smálestarstöð.” 1 fyrstu
var svo til ætlast að hún yrði sett á
80 breiddarstig, en þrír dagar eydd-
ust til ónýtis á Hornstöð vegna
bylja. Eerðalagið var líka farið að
reyna töluvert á hestana, sérstak-
lega vegna þess, að því er virtist, að
hárið á þeim var ekki farið að
þykna, og meðfram vegna 40 daga
fangelsisvistarinnar á skipinu. Prá
eliefta viðlegustaðnum, þar sem
millibilsstöð var sett, voru þrír hest-
arnir, sem verst voru út leiknir
•
sendir til baka með Pord og Keoh-
ane.undir forustu Evans lautinants;
og átti hann að nota þetta tækifæri
til að gera nákvæmar mælingar á
leiðinni. En samt var farið með
nógu mikið handa fjórum mönn-
um í sjö vikur, auk fóðurs handa
hundum og liestum.
Hundarnir.
“Nú sem stendur liögum við ferða-
laginu þannig til, að við látum
hundana fara af stað sem svarar
einni klukkustund síðar frá nátt-
staðnum en hcstana, til þess að
reyna að láta þá ná næsta livíldar-
stað rétt eftir að búið er að binda
hestana. Hundarnir draga ágæt-
lega, sérstaklega þeir sem Meares
hcfir. Þeir eru farnir að verða æði
grimmir. Tveir hvítir hundar í lest
Meares liafa verið vandir á að ráð-
ast á ókunnuga. Á skipinu voru
þeir spakir en nú gelta þeir ákaft,
ef nokkur annar en Meares kemur
nálægt þeim. 3?eir byrjuðu alt í
einu að urra og gelta að mér einu
sinni, þegar eg var að benda Meares
á áningarstað, og Osman—svo var
annar þeirra nefndur—sem áður
liafði verið liændur að mér, snéri
sér við og glefsaði í fótinn á mér,
Eg liafði ekkert í höndunum, og
liefði Moares ekki verið í sleðanum,
þá hefðu þeir allir ráðist á mig á