Syrpa - 01.10.1915, Qupperneq 64
126
SYRPA II. HEFTI 1915
á heimleiðinni frá elleftu stöð—var
beitt fyrir. Þeir tóku meir-i vistir
með sér til Hornstöðvar. Á þessari
ferð fengu þeir reynslu fyrir því að
léttara var að draga á skíðum, fyrir
þá sem voru orðnir vanir við það,
heldur en gangandi í snjónum. Út-
haldsgóðir menn geta farið langar
dagleiðir á slcíðum. Scott skrifaði
í dagbók sína, að iallir yrðu að æfa
sig í því að nota skíði.
Þcir vonuðust eftir að mæta Oates
og Bowers, sem enn voru ókomnir,
á Iiornstöðinni. En daginn áður
cn þeir náðu þangað sáu þeir til
þeirra á norðurleið langt 1 burtu.
Sleði Scott’s snéri til baka, enn
tafðist heilan dag í byl, og náði
þeim loksins í örryggisbúðum.
Hostarnir voru illa leiknir eftir hina
óvenjulega hörðu bylji, sem höfðu
geysað í tvo daga; stundum hafði
komið þriggja til fjögra feta þykk-
ur skafl yfir sleðana.
Hættur.
Nú var gefin skipun um að halda
áfram til baka til skýlisins á Hut-
tanga. Á brún fasta íssins var voða-
legur kuldi og sjávarísinn fyrir neð-
an var hættulegur yfirferðar. Leið-
in reyndist afar hættuleg. Fyrst
gafst lati Brúnn upp; og þó aö
Scott og tveir aðrir, sem biðu yfir
honum reyndu alt sem þeir gátu
til þess að liressa hann við, kom
þaö aö engu haldi; hann drapst
um nóttina. “IÞað er liart að hafa
komiö lionum svona langt til baka
aðeins til þess að sjá hann dr past.”
Það var nú fullreynt að hestarnir,
jafnvcl þó að þeir væru !*únir að fá
þétt og skjólgott hár, létu sig fljótt,
ef þeir urðu að vera úti í byljunum;
n ao láta þá komast í slæmt ástand
í byrjun leiðangursins borgaði sig
ílla. Þessvegna er "nauðsynlegt að
leggja seint af stað í suðurferðina
næsta ár.”
Þetta var nógu slæmt, en það sem
kom íyrir næstu tvo sólarhringana
nærri því eyðilagði allan leiðangur-
inn. Það eina góða við það var sú
nerkiloga tilviljun, að cnginn mann-
anna misti lífið.
Eins og frá hefir verið sagt voru
fimm mílur af brún fastaíssins að
Hut-tanga. Leiðin, sem farin hafði
verið með hcstana lá í stórum bug
yfir sundið en ekki beint. Það er
ómögulegt að lýsa skelfingu Scotts
og félaga hans þegar þeir komu
fram á brúnina og sáu að lagísinn
var allur brotinn fyrir neðan.
Hugir þeirra flugu til Bowers og
Wilsons, sem höfðu farið á undan
með hundana og hestana meðan
þeir-biðu yfir Brún.
Þeir beygðu við meðfram brún-
inni; alt í einu komu þeir að
sprungu og stukku yfir hana eftir
fjórðungsmílu hlaup hægðu þeir á
sér. Yið hverja nýja sprungu var
hert á ferðinni og ekki Hnað á fyr
en þeir voru komnir á fastan ís
nokkru austar cn á bcinni leíð
milli öryggisbúða og Kastala-kletts,
sem er rétt fyrir ofan kofann á Hut-
tanga. Þar tjölduðu þeir; og Scott,
sem ávalt hafði mestu gætni, sendi
Gran til að aðvara lautinant Evans
við ísnum. Hann bjóst við að ef
annarhvor hluti flokksins, sem á
undan var, hefði sloppið úr hætt-
unni, annaðhvort til Hut-tanga eða