Syrpa - 01.10.1915, Page 102
164
SYRPA III. HEFTI 1915
leyna )>ví í bænum að hún værl
bar stödd, ]>ví bréí hafði verið scnt
út af aðalherforingjunum 4. október
)>ess cfnis að banna konum her-
foringja aö vera hjá þcim. Var þvl
bætt við að brot gcgn þessu banni
varðaði harðri hcgningu. Ástæðan
fyrir þcssu bréfi var sú að bæði kon-
ur hermanna og annað kvennfólk
hafði valdið .allmikilli óreglu í her-
búðunum. En þrátt fyrir bannið
höfðu margar hershöfðingja konur
farið sinu fram og sezt að rétt við
herbúðirnar. Aðalhershöfðinginn
hafði orðið að endurtaka þessa á-
minningu með enn harðari hótun-
um en áður.
Þannig var einmitt háttað þegar
frú Herail kom til manns síns í her-
búöirnar. Hann skýrði það fyrir
henni með hógværð og stillingu að
herlögum yrði að hlýða í þessu
sem öðru; en liún svaraði því með
bitru háði og megnustu gremju:
"Yfirmenn þínir eru ekki yfirmenn
mínir” sagði hún, “eg er alls ekki
skyldug að hlýða þeim. Hvenær
hefir heyrst önnur eins harðstjórn
og þatta? Þessar heimskulegu
skipanir eru villumannlegar árásir
á l>ann rétt sem lögmæt ást og heim-
ilis helgi heimilar hverri konu. Það
eru engin lög til á Frakklandi sem
geta neytt mig til þess ag yfirgefa
eiginmann minn eða reka börnin
mín frá föður þeirra.”
Loksins bar sorgin hana ofurliði
og hún grét eins og barn. 1 stað
þess að þvinga hana til þess að fara
hallaðist maður hennar upp að
henni og grét líka.
Jéfirforingi deildarinnar heyrði
að frú Herail hefði brotið boð hans
kallaði hann til sín undirforingjana.
Hann vildi ekki láta á því bera að
hann væri sérstaklcga að álasa
Herail, þvl hann hafði miklar mæt-
ur á honum; en hann sagði þeim að
afarhörð hegning yrði lögð við því
ef bannið væri brotið framvegis.
Sá sem bannið bryti yrði sendur
hcim og rekinn úr hernum og fyrir
hcrmann væri það ávalt óbærileg
smán. Loksins sncri hann máli
sínu til Herails og skipaði honum
að koma fram einarðlega eins og
hermanni hæfði og segja ástæðuna
fyrir þvf hreinskilnislega að kona
hans hefði ekki farið frá herbúðun-
um. Herail reyndi að skýra málið;
sökum þess hversu mjög hann unni
konu sinni vildi hann ekki segja
að hann hefði reynt að fá hana til
að fara, heldur reyndi hann á ýms-
an hátt að færa afsakanir fyrir voru
hennar.
Þetta þoldi yfirforinginn ekki;
hann ákvað Herail 15 daga gæzlu-
varðhald og sendi stjórninni tillögu
um það að hann yrði rekinn úr
hernum. Þessi tillaga var samþykt
og það með að hciðursmerkið sem
Hcrail átti að fá yrði ekki veitt.
Yfirmaður Herails hclt honum í
fangelsi hjá frú Eassan að 26 Sous-
Prefective stræti. Það var þar sem
þessi sorgarleikur varð átakanleg-
astur, nálægt klukkan 8 að kveldi-
dags. Yfirmaður Herails kom inn í
hcrbergi hans, kona Iierails hafði
falist í næsta herbergi; hún heyrði
alt sem þeim fór á milli. Yfirmaður-
inn hét Bouchez og vissi hann hvar
frú Herail var. Hann talaði hátt
til þcss að vera viss um að hún
heyrði ákúrurnar sem maður henn-
ar hlaut. Þeir töluðu saman f heil-
an klukkutíma, og lýsti hann þvl