Syrpa - 01.10.1915, Page 106
PRESTAKONAN.
Saga frá dögum Kristjáns IV.
eftir
KRISTÓFER JANSON
SIG. JÚL. JÓHANNESSON ÞÝDDI.
Prestkosning átti aS fara fram í sókninni og þrír guSfræSing-
ar höfðu boSiS sig fram. SöfnuSurinn hafSi kjöriS sjö manna
nefnd, sem átti aS ráSa kosningunni. Þeir sátu á dómbekkjum
meS spekingssvip og fyrirmannablæ á meSan hitt fólkiS gekk
inn í kirkjuna og raSaSi sér í sætin; karlmennirnir öSrumegin
og kvenfóikiS hinumegin. (Þess má geta aS eftir siSabótina
höfSu söfnuSirnir vald til þess aS kjósa sjálfir presta sína og héldu
því valdi um eSa yfir 100 ár). Allur fjöldi safnaSarfólksins var
bláum vaSmálsfötum, nýjum af nálinni.
GuSfræSingarnir þrír sátu saman fyrir innan gráturnar eins
og sauSir í kvíum og draup af þeim sviti kvíSans og angistarinnar.
Þeir horfSu ekki hver á annan, en einblíndu niSur fyrir fætur sér,
spentu greipar og óskuðu þess í hjartans einlægni hver um sig aS
andstæSingar sínir væru komnir norður og niSur.
Sálmasöngurinn var aS byrja; söng þar hver meS sínu nefi og
tæplega voru tvær raddir samhljóSa. Hringjarinn opnaSi grát-
urnar og hleypti út fyrsta umsækjandanum. Hann rendi augunum
skyndilega yfir fórnardýrin (guSfræSingana); einn þeirra var blátt
áfram aumingjalegur, þótt hann væri vel og sterklega bygSur;
hann var svo illa klæddur aS hann skalf af kulda og svörtu, gömlu
fötin hans voru snjáS og nálega gatslitin á hnjám og olnbogum.
Hann var sonur fátæks tómthúsmanns í næstu bygS; hafSi honum
veriS hjálpaS eitthvað til náms, en sú hjálp hafði samt ekki veriS
meiri en svo aS hann hafSi soltiS heilu hungri, kvalist af kulda og