Syrpa - 01.04.1919, Blaðsíða 8

Syrpa - 01.04.1919, Blaðsíða 8
4 S Y R P A var hiS bezta, blæjalogn og hiti og kveldsólin stafaði fjörðinn og víkina og sló purpura mistri á fjöll- in í kring. Fyrst 'höfcSu þau talað um dag- inn og veginn; svo hafði talið bor- ist að náttúrufegurðinni og vorlíf- inu þar í Víkinni, en seinast höfðu þau farið að tala um framtíðina. Hún hafði haldið því fram, að hún mundi hvergi kunna við sig nema í Víkinni, enda hefði hún verið þar uppalin. Hann hafði spurt hana hvort hún myndi ekki kunna við sig í sveit, ef hún giftist manni, sem væri úr sveit og vildi búa þar. Nei, það hélt hún að sér væri ómögulegt; að vera kona í sveit væri ekki eftirsóknarvert. Þær mættu einlægt vera að snúast á milli búrs og eldhúss, og gætu aldrei verið almennilega búnar, því þær þyrftu að ganga í öllu. Þá væri ólíkur munur að vera gift- ur í kaupstað og búa í fallegu húsi og eiga einhvern duglegan for- mann, sem ætti bátinn sjálfur, og hún talaði ekki um að eiga kaup- mann. Það væri þó munur á lífi kaupmannskonu eða jafnvel þótt það væri ekki nema kona efnaðs útgerðarmanns og á lífi bónda- konunnar í sveit. H ún hafði talað sig heita um þetta efni og þegar hann hafði reynt að sýna henni fram á að líf efnaðra bændakona þyrfti ekki að vera neitt ófrjálsara eða erfiðara en giftra kvenna í kaupstöðum, þá hafði hún að eins orðið enn æst- ari. En aldrei háfði hann séð hana fallegri en í þetta sinn. Hún var orðin kafrjóð af göngunni og samræðunum, og hvað augnaráð- ið hafði verið laðandi og jafnvel eggjandi, þegar hún hafði litið til hans er hún tók sér málhvíld- ir. Hárið var farið að ýfast að framan og glóbjartir lokkarnir höfðu hrunið niður með rjóðum vöngunum og barmurinn lyfst upp af mæði og ákafa. Þann dag hafði honum orðið það fullljóst, að hann elskaði hana og mundi aldrei verða ánægður með lí-fið eða geta unnað annari stúlku. Áður höfðu tilfinningar hans og hugsanir verið stundum á reyki og hvarflandi og hann hafði ekki getað gjört sér skýra grein fyrir tilfinningum sínum. Hann hafði stundum haldið, að þessar tilfinningar sínar væru að eins al- menn vinátta, sem svo oft á sér stað milli karla og kvenna, þegar þau finna ánægju og hlýleika við að umgangast hvað annað. En nú fann hann, að hann elskaði hana með þeirri brennadi ást, sem ekki þekkir eða lætur sér nægja með annað en að fá að njóta sam- vista þeirrar stúl'ku, sem maður elskar, að vinna fyrir hana, upp- fylla allar hennar óskir og verða við hverri bæn hennar—að fórna rér algjörlega fyrir hana til þess að gjöra hana sæla og um leið sjálfan sig. Svo höfðu þau fylgst að heim að húsi föður hennar og þar hafði hún boðið honum höndina til kveðju. Elandabandið var langt og fast og honum fanst sálir þeirra mætast og sameinast í því hand- taki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.