Alþýðublaðið - 23.05.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1923, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐI© saraiegt vitni um sístreymt inn- anmegin andans, að aldrei skuli verða skortur á skáldum. — Lesarinn, et nokkur er, mun nú ef til vill hugsa sem svo, að þetta komi nú harla lítið við þessari bók, sem hér er um að ræða, en það er mesti misskiln- ingur hjá honum, því að það er mikil nauðsýn að vekja athygli á þessu, þegar UDgt skáld ræðst í það að semja sorgarleik, jaín- margir sem víst er um að þykj- ast vera bærir um að fella harð- leikna dómá um slíkt ritvork. Sá, er þettá ritar, telur sig eigi í þeim hópi og vill því heldur gleðjast yfir þvf skapanda afli, sem lýsir sér í efni Ieiksins, at- burðum og athöfnum persónanna, og því skarplega valdi, sem hötundurinn hefir náð á meðferð þess yfirleitt, en tína til það til- tölulega litla, sem ábótavant er frá aimennu listfræðilegu sjónar- miði. Það skal öðrum eítir látið til þóknanlegrar hirðingar. En hver sá, sem getur lesið leikrit, ætti að lesa þettá, en aðrir að reyna að koma því til leiðar, að það verði leikið. Skáldinu er það að segja, að það má ótrautt halda áfram, en þó ætti það að leggja nokkru meiri rækt við ytra frágang en því hefir enn tekist. Erlend slmskejti. Khöfn, 22. maí. Grikkir og Tyrkir rjúkast á. Osætti er enn með Grikkjum og Tyrkjum. Rembiþursaháttur hvoi-ra tveggja sýnist hafá eyði- lagt það, áð hægt væri að gera út um ágreiningsefni þeirra á ráðstefnunni í Lausanne. Hafa Grikkir hótað að fara með 150 þús. manna að Miklagarði, en Tyrkir hafa snúist við þvf á þann hátt að sprengja brýr at Maritza-fljótinu, og þar með hafið hervirki eftir því, er fregnir írá Aþenu segja. Bonar Law. Frá Lundúnum er símað: I gær var gerður kokskurður á Bonar Law. Afsögm hans hefir Nokkra dunka af ágætu Bakara- marmelade getum við selt. AiMðubrauðgerðin. vakið almennan harmagrát (hjá afturhaldinu), og fær hann ein- stakast eftirmæli allra enskra stjórnarforseta. Saineining jafnaðarinanna. Frá Hamborg er sfmað: Á ráðstefnu jafnaðarmanna er meðal ánnárs rætf um væntanlega sam- steypu Alþjóðasambandanna. Um daginn og veginn. Esja, strandferðaskip ríkisins, kom úr hringferð aðfaranótt annars dags hvítasunnu. Fótti hún bafa verið fljót í ferð, har sam hún hafði nærri unnið upp þrjá daga, er hún var orðiD á eftir áætlun, og er ekki líklegt, að öllu fljótara hefði gengið, þótt hún væri ekki ríkiseign. Hafði þó það slys komið fyrir skipið, að það yar nærri strandað á útsiglingunni úr Horna- fliði; stóð það þar í sandi í fulia tvo tíma. Yerður náuara skýrt frá atvikúm að því sfðar, er greini- legar fróttir af því eru komnar. Lúðrasveitin lék á hvítasunnu- dag fyrir framan St, Jósefs spít- alann í Landakoti sjúklingunum til skemfunar og eftir ósk þeirra og í samráði vib stjórnendur spít- alans. Hvað segir nú >læknir« sá, sem í >Vísi« vandaði um það, ab kiöfuganga verklýðsfólaganna hefði farið" með lúðraþyt h)á sjúkra- húsunum? Takið effir. Þeir, sem hugsa um að láta leggja rafmagn inn í hús sín, á þessu sumri — hvort sem er í ný eða gömul hús — þá borgar sig áreiðanlega, að fá sem fyrst upplýsingar um verð hjá mér, áður en fest eru kaup annars staðar. Með því sparið þér pcninga. E. Jensen loggiltnr raf'magnsvirki. Sími 258. — Skóiavorðustíg 14, Brnkkuun. Nýlega datt barn út af bryggju í Hafnarflrði og drukknaði. Fiskiskípin. í morgun komu af veiðum Leifur heppni með 85 tn. lifrar, Belgaunr, Kári Sölmundar- son.og Skúli fógeti með* 80 — 90 tn. lifrar hver. Bani af bruna. Síðast liðna föstudagsnótt dó hér í bænum barn,* er dottið hafði ofan í pott með heitu vatni. Misprentast hafði í laugardags- blaðinu í grein um meðferð fá« tækramálanna á Alþingi, ab sveit- festistími hefði hingað til verið >eitt« ár, en átti vitanlega að vera tíu ár. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðia Hallgríms Bensdikisscnar, Bergstaðastrætí 191

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.