Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Blaðsíða 5

Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Blaðsíða 5
5 mér í eyrum orðin: „Ó Jesús, drottinn minn og frels- ari, vertu mér nálægur!“ A öðrum tímanum eftir mið- nætti reis ég á fætur. Eg gekk yfir á spítalann, til þess að líta eftir sjúklingunum; •— annars gerði ég slíkt aldrei ótilkvaddur. En mér var forvitni á að vita, hversu humbuslaganum hugprúða liði. A spitalanum var mór sagt, að alls 16 væru dánir 'afþeim, er aflimaðir hefðu verið daginn áður. Eg spurði hvort bumbuslaginn væri þar á meðal. En því var neitað og sagt, að hann svæfi vært og rólega. Eg gekk að rúminu þar sem liann svaf. Bros lék um varir honum og lieilagur friður skeiu af andliti hans. Hjúkrunarkonan sagði mér, að herpresturinn hefði komið til hans nokkru eftir miðaftan ásamt tveimur ungum mönnum úr „Kristilegu félagi ungra manna“. IÞeir hefðu fallið á kné við rúm hans og beðist fyrir með hjartnæmum orðum. Síðan hefðu þeir sungið hjartnæma sálminn: „Ó herra Jesús, mitt hjálpræði’ og von“, og hefði sjúklingurinn tekið uudir með þeim. Mér virtist þetta alt livað öðru óskiljan- legra. Eyrst þetta, að geta tekið öllum kvölunum með slíkri hugprýði og nokkrum stundum síðar að geta sungið sálma. Af öllu óskiljanlegu virtist mór kristna trúin nú óskiljanlogust, því ekki gat ég annað en sett þetta í samband- við liana. Eimm dögum síðar gerði bumbuslaginn mér orð að finna sig. Þeim degi gleymi ég aldrei, því á honum var mér í fyrsta skifti á æfi minni fluttur fagnaðar- boðskapur Jesú Krists. „Herra yfirlæknir", mælti sjúklingurinn, „stundin nálgast, ég hefi séð sól rísa í hinsta sinni. Lof sé guði, er ég viðbúinn dauða minum; en áður en óg

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.