Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Blaðsíða 6

Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Blaðsíða 6
6 skil við langaði mig til að tjá yður hjartans þakkir mínar í'yrir alla góðvild yðar við iuig. Þér eruð Gyð- ingur og trúið því ekki á Jesúm; en viljið þér ekki dvelja hér við rekkju mína og sjá hversu hann hjálp- ar ástvinum sínnm ekki aðeins í lífinu, lieldur einnig í dauðanum11. Eg ásetti mér að verða við bón haus, en gat það ekki þegar á átti að herða. Mér var með'öllu ómögu- legt, að horfa á andlát kristins æskumanns, er glaður kvaddi heiminn gagntekinn af elsku til hins sama. Jesú, sem ég frá blautu barnsbeini hafði lært aðhata. Þess vegna varð ég að fara út. En nokkru síðar var aftur kallað á mig og sagt, að bumbuslaginn vildi við mig tala. Eg sagði, að ég væri svo til nýkominn fráhonum; en mér var svarað, að haun fyrir hvern mun óskaði að ná tali mínu enu einu sinni, áður en hann dæi. Eg varð að taka á því sern til var, til þess að geta komið til lians enn einu sinni og talað til hans nokkr- um huggunarorðum að skiluaði; en jafnframt ásetti ég mér fastlega, að láta ekki orð hans fá hið minsta á mig. Það ætti líka að vera hægðarleikur fyrir mann á mínum aldri, — fanst mér'. Þegar ég kom að rekkju lians, sá ég að mjög var tekið að draga af honum. Hann rétti mór hendina, sem eftir var., og mælti: „Herra yfirlæknir, mér þykir vænt um yður, af því að þér eruð Gyðingur; bezti vinurinn, sem ég hefi átt i þessum heimi var Gyðingur eins og þór“. „Hver var það?“ spurði ég í hálfgerðu hugsunarleysi. „Jesús Kfistur11, sagði hann. „Og mig langar inni- lega til þess, að hann verði einnig bezti vinur yðar. Lofið mér því, herra yfirlæknir, að gleyma ekki þvi, sem ég segi yður uú“.

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.