Ný evangelisk smárit - 01.05.1900, Blaðsíða 6

Ný evangelisk smárit - 01.05.1900, Blaðsíða 6
6 öllum björgunarbátunum bleypt niður; en þeir voru ekki stærri eu það, að þeir gátu ekki tekið alla far- þegjana. Móðirin með drengnum sinum var enn ekki komin af skipinu, er síðasti báturinn bjó sig til að leggja frá skipsbliðinni. Hún stóð þar með drenginn við bönd sér og kallaði og grátbændi þá, er í bátnuin voru um að skilja þau ekki eftir, því að þegar neyðin sækir að, lærist mönnutn að biðja. En lienni var svarað, að færu fLeiri í bátinn, mundi hann óðar sökkva. Hún hélt þó áfram að biðja —■ og það reyndist hér sem oftar, að sá, sem biður, liann fær. „Vér skulum taka einn til“, sögðu þeir, er í bátnum voru. Hún var ekki í neinum minsta vafa um, hvað hér væri að gera, því að hún elskaði. Hún tók drenginn sér í fang, kysti hann innilega og rétti hann síðan niður í bátinn. Og svo hrópaði hún á eftir honum þessum orðum: „Ef að þú nærð landi og hittir hann pabba þinn, þá heilsaðu honum frá mér og segðu, að ég hafi dáið fyrir þig“. Yður vöknar ef til vill um augu, er þér heyrið sagt frá þessari fórn kærleikans. Eg skil það undur vel. En vöknar þá engum um augu, er liann minnist fórn- ar Jesú, er hann dó fyrir þig? Kærleiki ffelsara þins hrópar til þín i dag: „Eg dó fyrir þig!“ Og eins og móðirin bað drenginn sinn að segja, að liún hefði dáið fyrir hann, þannig hefir Jesús beðið mig í dag að flytja þér þessa orðsendingu: Hann dó fyrir þig! — Amen.

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.