Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 3

Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 3
guð í einrúmi og aegja við liann : „Ég finn, að þú ert að clraga mig til þín og að ná valdi yfir lijarta mínu — ef þú vilt taka við mér, er ég fús til að gefa mig þér á vald“. — Þetta viltu ekki segja við hann; þér finst það vera rétt eins og að skrifa undir eitthvert skjal. Þér finst það um of binda þig. Ef til vill segir þú þá líka: „Já, en trú mín er svo veik og smá, — ég get ekki komið til Jesú með svo veika og litla trú“. En hefirðu gleymt blóðsjúku konunni ? Eða álítur þú ef til vill að li e n n a r trú hafi einmitt verið hin sterka? Nei, vinur! ég segi þór það satt, að það var öðru nær. Það er ekki sterk trú, heldur mjög svo veik og hrörleg trú, sem ekki nær lengra en að klæðn- aði Jesú. Það er oflítil trú. — En þó var henui vel tekið. Kæri vinur! Segðu Jesú það, játaðu það fyrir Jesú. Það er þýðingarlaust að leyna hann því; enda er það ómögulegt til lengdar. Hvernig fór ekki fyrir blóðsjúku konunni! Jesús varð strax var við það. Erá fyrsta augnabliki veit hann af því þegar hinar góðu, hreinu og hlýju tilfinningar taka að lifna i sálu þinni. Haltu ekki trú þiuni svo leyndri, að þú jafnvel reynir að leyna Jesús henni. En þeir eru kannske ekki eins margir og ég hélt, sem gera það. En því fleiri eru þeir, sem vilja halda trú sinni leyndri fyrir mönnum. Já, þegar talað er um menn, sem eru kristnir á laun, er sjaldnast átt við menn, er vilja leyna því fyrir sjálfum sór eða leyna því fyrir Jesú, heldur er vanalega átt við þá, er vilja halda því leyndu fyrir m ö u n u m.

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.