Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 6

Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 6
6 Eg skal ekki liafa á móti þessu; margur kristinn maður lítur einmitt svona á meðbræður síua, og það er ljótt. En samt sem áður — enda þótt svo fari, að þú verðir einstæðiugur á meðal þeirra, þá láttu aldrei óvini drottins ímynda sér, að þú sért einn úr þeirra hóp. Og þótt aldrei nema allir kristnir menn hrindi þér frá sér — þá veit óg þó af einum, sem ekki hrindir þér frá sér, þegar hjarta þitt liefir snúið sér til guðs. — í>ú veizt við hvern ég á. — Lærisveinarnir ætluðu að hægja litlu börnunum burtu, — hver veit nema þeir einnig hefðu reynt að bægja burtu blóðsjúku konunni af því að hún kom ekki til Jesú á réttan hátt og trú hennar ekki heldur var hin rétta, —■ því það var hún ekki. En Jesús hratt henni ekki frá sér. „Vertu hughraust. Trú þín — þessi veika og smávaxna trú — hefir frelsað þig“,— sagði hann. Hvað er það annars, sem tálmar svo mörgum frá að kannast berlega við sinnaskifti sín fyrir mönnunum ? Það er feimni og hræðsla. Þú kynokar þór við aðkoma fram með það. Þig óar við, hvað vinir þínir muni segja, — félagarnir, sem svo oft hafa heyrt þig gera gis að hinu heilaga, eða gera lítið úr afturhvaríi og lifandi kristiindómi, — þig óar við hvað þeir muni segja, er þeir heyra, að nú sé hjarta þitt hrifið af því, sem þú fyrirleizt áður. — Eg neita því ekki, að þetta getur verið mjög erfitt. Einn af vinum minum, sem annars var ekki feiminn eða hræddur, hefir sagt mér frá þessu atviki fráæsku sinni: „Hjarta initt hafði snúið sér til guðs og ég liafði játað það fyrir guði, en enn þá skorti mig áræði til að játa það fyrir mönnuin. Þegar ég neytti matar,

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.