Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Qupperneq 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 105 má skilja þá, og þykir mikið varið í að vera skírðir, er þeir koma út á skip. Nafni því, er þeir fá þá, halda þeir jafnan alla æfi, og er því enginn vandi að finna bæði Blíicher, Nelson og Washington þar á ströndinni, sem hafa að atvinnu að snúa saman þyria á þiljur, og önn- ur auðvirðilegustu verk, og finst engin minkun að, þótt þeir lieiti eftir þessum mikilmennum. Pó má ekki ætia, að menn þessir hafi kom- ið af eigin vild þarna út á víkingaskipið; þeir höfðu verið í vinnu á enskum skipum, sem ráku verzlun þar á ströndinni, en skipin höfðu verið hertekin, og allir Evrópumenn, sem á þeim voru, drepnir, skipin rænd og síðan brend, en þeir verið fluttir yfir á víkingaskipið. Reim hafði verið lofað kaupi, ef þeir gerðu skyldu sína; en þeir gerðu sér nú litla von um efndir á því loforði, og höfðu því í huga að strjúka, hvenær sem færi gæfist. Kapteinninn á skonnortunni stóð aftur á skipinu með kíki sinn í hendi; hann bar kíkinn við og við fyrir augað, og rendi augunum yfir sjávarflötinn í þeirri von, að skip kynni einhversstaðar að koma í augsýn. Yfirmenn- 'rnir og áhöfnin flatmöguðu á þilfarinu, eða röltu fram og aftur eftir því, og var ómótt af hita, og biðu með óþreyju hafgolunnar, til þess að. kæla sér. Eins og þeir voru þar skeggjaðir, berbrjóstaðir, sólbrendir og harð- neskjulegir í andiiti, var þessi hópur all-ægiiegur álitum, þótt kyr væri. Nú skulum vér húsvitja í káetu skonnort- unnar. Rar er allur útbúnaðureinfaldur. Beggja vegna var lokhvíla, en aftur við var stórt veitinga- borð, í fyrstu ætlað fyrir glös og postulínsílát, en nú var það alsett alls konar gull- og silfur- *íernm, mjög ólfkum að stærð og lögun; hafði vikingurinn safnað þeim saman af skipum þeim, Sem hann hafði rænt. Lamparnir voru og af súfri gerðir, og höfðu auðsjáanlega í fyrstu ver- ‘ð ætlaðir til þess að prýða skrín einhvers kat- ólska dýrlingsins. I káetu þessari eru tveir menn, sem vér skulum nú benda lesandanum á. Annar þeirra var króvmaður, ánægjulegur mjög á svip, glað- legur og góðlátlegur í viðmóti, Hann hafði verið skírður «Pompejus mikli«, líklega af því að hann var svo útlimastór. Hann var í striga- brókum, en að öðru leyti allsnakinn og lagð- ist þar mjúkt, slétt og gljáandijhörundið um Iimi, sem hver líkamsfræðingur eða myndasmiður hefði orðið að dást að. Hinn var unglings- maður, á að giska um 18ára að aldri, greind- arlegur og fríður sýnum, og af Evrópuættum. En af hverju sem það hefir nú verið, var sí- feldur rauna- og sorgar-svipur á andliti hans. Hann var svipað klæddur og kapteinninn, en fötin fóru betur á honum, enda var hann prýði- lega vaxinn. Hann sat á legubekk, sem var framan til í káetunni, með bók í hendi; leit hann ýmist í bókina, eða hafði auga á því, er króv- maðurinn var að koma í lag hinum dýru ker- um á borðinu fyrir brytann. «Massa Fransiskó, þetta er sannarlega fal- Iegur hlutur» sagði Pompejus, og hélt upp drykk- jarkeri úr drifnu gulli, mesta snildarsmíði; hann var að fægja það. «Já, það er það, Pompey,» svaraði Frans- iskó alvarlega. «Hvernig, Kain hafa eignast það?» Fransiskó hristi höfuðið, en Ponipejus lagði fingurinn á munninn, og horfði undirfurðulega á Fransiskó. í sömu svipan heyrðist kapteinninn koma ofan káetu riðið. Pompejus fór að fægja bik- arinn, og Fransiskó horfði ofan í bókina. Enginn vissi hverjum böndum kapteinninn var bundinn pilti þessum. En sveinninn hafði alt af fylgt honum og búið í káetu hans; hugðu menn því helzt að hann væri sonur hans, og skipshöftiin nefndi hann eins oft yngri Kain eins og skírnarnafni hans: Fransiskó. Samt hafði það ekki getað dulist, að á síðustu tím- um hafði oft slegið í rimmu á milli þeirra, og kapteinninn var nijög tortrygginn við alt, sein Fransiskó hafðist að. «Pið getið haldið áfram að tala fyrir mér,» sagði Kain, um leið og hann gekk inn í káet- una, «það er víst hvort eð er enginn merkisfróð- leikur, semþú getur fengið hjá króvmanninum.» 14

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.