Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 15
NÝJAR kvöldvökur. 111 Aflfræðin kennir, að í raun og veru sé núningsfyrirstaðan ekki afleyðsla. Hún veldur að eins því, að nokkur hluti hreyfiaflsins leitar aðrar leiðir en beint að miðinu. Vonbrigðin verða því að síðustu að eins ein sönnun — meðal margra — fyrir því, að lífið sé lengra og meira en skynjan vor megn- ar að mæla. Takmörk þess liggja utar Ijós- máli mannlegra augna. Karl Finnbogason þýddi lauslega. Gesthússræninginn. (Eftir Oskar Webel.) Það eru eitthvað 15 ár síðan að eg fór ferð til smábæjar nokkurs til þess að sækja þangað talsverða fjárupphæð. Eg var ekkert sérlega vanur ferðalögum, og fanst því talsvert um þessa ferð mína, og það kvað enda svo ramt að, að það var eigi svo lítill æsingur í mér út af þessu. Rað bar svo margt fáséð fyrir augun: iðandinn á járnbrautarstöðinni, samferða- mennirnir og samtöl þeirra þar, runnar og lundar þar á daufri flatneskjunni í kring — alt þetta og margt annað, smátt og stórt, vakti eftirtekt og athugun rnína, og eg var alveg hissa á félögum mínum, hvað þeim gat verið sama um alt þetta. En af því eg er nú frá Saxiandi, og allir Saxar eru mestu skrafskjóð- ur, svo hafði eg innan skamms engan frið í mínum beinum, nema fara að spjalla við einhvern. Á móti mér í klefanum sat maður, er mér virtist helzt vera þriflegur bóndi; en það var ekki niikið á því að græða að tala við hann, því að hann kunni víst varla annað að segja en «já» og «nei», og ussa við. Rétt hjá mér sat annar maður, en hann var svo sokkinn niður í að lesa blað, að eg mátti með angu móti gera honum ónæði. En svo varð svo lítil fréttagrein í blaðinu til þess að hjálpa mér; Iesandanum fanst víst svo mikið um hana að honum þótti sjálfsagt að segja hinum, sem í klefanum voru, frá efni hennar. «Skruggur og eldingar, »kallaði hann upp, «það ætlar ekki að fara að verða betra að ferðast en á ránriddaratímunum sælu. Ræn- ingjarnir eru farnir að láta mikið á sér bera í gistihöllunum.» Við rákum upp stór augu, og spurðum hver í kapp við annan með augunum hvað væri nú um að vera. Svo las hann greinina. Rað hafði komið nokkurum sinnum fyrir í gistihöll einni í M . . . . einmitt bænum, þar sem eg ætiaði að vera um nóttina, að ferðamenn höfðu ver- ið rændir á þann hátt, að ræninginn hafði fal- ið sig undir rúminu, farið síðan á kreik, er ferðamenn voru sofnaðir, og stohð af þeim öllum peningum þeirra, og haft sig síðan á burt, og engar menjar verið eftir af þeim að sjá. Það má nærri geta, að mér fanst ekki lít- ið til um þetta; varð nú mikið samtal út úr þessu; bar nú á góma ein sagan annari hroða- legri um hryðjuverk og hrottaskap myrkra- þrjóta þessara við ferðamenn, og var eins og sessunautur minn setti sig út til þess, að auka enn meira á ógn þá og óliug, sem a!t af var að fara vaxandi með sjálfum mér. «Eg segi yður það satt,» sagði hann í hreinasta prédikunarróm við mig, «eg fer al- drei svo í rúmið, að eg stingi ekki hlaðinni sexhlaupa skammbyssu undir koddann minn, og hefi ekki svo sjaldan orðið að grípa til henn- ar.» «Ja, það má merkilegt heita.» «Og svei því; annar eins maður og eg, sem hefi flækst um hálfan heiminn, hefir nú komist í svo mörg fáheyrð æfintýri, að maður veit ekki, hvar ætti að byrja á að segja frá þeim. Annars er það ráðlegast, þegar út í það er komið, að verða ekki uppnæmur, og alt af bezt að skjóta ekki beint á þessa dóla, æsa þá þannig til þess að verja sig, heldur skjóta bara út í loftið og ógna þeim þannig, og reka þá á flótta.» Þessar og þvílíkar leiðbeiningar og ráða-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.