Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Page 20
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. r, sem hann þráði. En hann var svo fátækur, og ætlaðist helzt fyrir að verða verzlunarmað- ur, því að hann þurfti svo langan tínia til að Ijúka embættisprófi af eigin ramleik, svo að hánn gæti goldið skuld föður síns. Það var honum þyngst áhyggjuefni. í húsi Hellers málaflutningsmanns var Að- ólf ávalt velkominn gestur. Heller fékk brátt mikið álit á þessum efni- Iega dreng, og bauð honum. að kosta hann í skóla, þar til hann kæmist á mámssveinahælið, þar sem hann fengi ókeypis bústað. Upp frá því gaf Aðólf sig við náminu af öllum mætti, og las nótt og nýtan dag. Hann varð líka enn fégætnari en áður, því að hann vildi ekki íþyngja velgerðamanni sínum meir en þörf krefði. Hann las líka með bróður sínum, sem var að búa sig undir að fara á verzlunar- skóla. Nú Iiðu nokkur ár, og alt Iék í lyndi. Aðólf hafði Iokið heimspekisprófi, og var kominn í námssveinahælið. En bróðir hans var kominn á verzlunarskrifstofu. Vorið var komið með sólarylinn, Ijúft og laðandi, og hændi æskuna út til sín; og eldra fólkið undi heldur ekki í húsum inni. . Einu sinni, þegar Aðólf var ekki heima, fór móðir hans út í garðinn, sem henni þótti svo vænt um, til þess að tína nokkur vetrarblóm að gamni sínu. Henni fanst veðrið svo blítt og gott, að hún sótti prjónana sína, og settist með þá á bekk utan við húsdyrnar, og fór að prjóna. Hún keptist við eins og vandi bennar var til, og hætti ekki fyr en hún var búin með sokkhæðina. Þá var sólin löngu gengin af bekknum, og orðið kalt í forsælunni, en hún gáði þess eigi. Þegar Aðólf kom heim, fann hann að þessu við hana, og lét hana þegar fara inn í hlýja stofuna. Hún veiktist um nóttina, og dó nokkrum dögum síðar úr lungnabólgu. Það kvað ekki við hávær grátur né kvein- stafir við banabeð hennar, en synir hennar fundu það samt vel, að hún hafði elskað þá heitt og innilega, og fórnað þeim öllu sem hún átti. Starfsvið hennar hafði ekki verið víðáttumikið, en hún hafði unnið þar með alúð ogkærleika meðan kraftar hennar leyfðu. Þeir skildu ást hennar og endurguldu hana. Eftir lát hennar fluttust bræðurnir burt úr húsinu. Jóhann, yngri bróðirinn, hafði að eins 200 krónur í árslaun. Aðólf leigði handa honum ofurlítið herbergi í Kanikustræti, og var þar líka öllum þeim stundum, sem bróðir hans var heima. Hann var gjaldkeri þeirra og ármaður, en slíkt var ekki hægur vandi með þeim tekjum, erþeirhöfðu. Kunningjar hans buðu honum oft til miðdagsverðar, en hann þá það aldrei, því að hann áleit það sem ölmusu, þar eð hann væri svo fátækur. Hann gat heldur ekki fengið sig til þess að sitja að veizlum, er bróðir hans sat hungraður heima. Þrautirnar og bágindin buguðu Jóhann litla, en Aðólf var ávalt hugrakkur og glaðvær, Þeg- ar þeir sátu að máltíðum sinum, og höfðu lítið til matar, hafði hann jafnan glens og gam- anyrði á takteini. Ef einhver hefði staðið fyrir frainan hurð- ina á herbergi þeirra og heyrt til Aðólfs einn dag, þegar þeir sátu yfir borðinu því nær auðu, þá hefði hann haldið, að þeir sæti þar að hin- um dýrustu kræsingum. «Viltu ekki fá þér ögn af Strassborgar-lifrarbúðingi?» sagði Aðólf við Jóhann. »Jæja, þú vilt þá líldega ofur lít- ið af villibráð? eða þá eitt glas af kampavíni, það hressir þig ofurlítið. Skamrpastu þín ekki Jóhann, að vera svona ólundarfullur yfir þess- um inndælu réttum!« Fátæktin og nægjusemin, sem hann hafði vanist frá barnæsku, kendu honum að meta gildi peninganna. Aðólf var trúmaður, og hafði aldrei mist barnatrú sína. Það var þessvegna engin tilvilj- un að hann lærði til prests. Hann hafði ekk- ert að segja af því trúarstríði, sem svo margir ungir guðfræðingar verða að heija við sjálfa sig, og sem sumir vinna sigri hrósandi, en aðr- ir tapa algerlega. Vegurinn lá fram undan honum, beinn og bjartur. Honum fanst að æðra vald hafa val-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.