Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 117 >ð sig til þessa starfa, en að hann hefði ekki kosið hann sjálfur. Hann þurfti aðeins að betrast og fullkomnast til þess að verða verður köll- unar sinnar. Samhliða þessari öruggu trú á guðdóminn, fór að bera meir og meir á trausti hans á sjálfan sig. Traust það sem aðrir báru til hans, að maklegleikum, jók trú hans á sjálf- an sig. Hann leit að vísu engan mann með lítilsvirðingu, en þegar hann heyrði sagt frá yf- irsjónum cg illu athæfi annara manna, gladd- ist hann innilega með sjálfum sér yfir því, að syndin, — í sinni hryggilegustu mynd— hafði ekki náð valdi yfir honum. Hefði einhver vandað um við hann, og skipað honum á bekk með einhverjum meðal manni, eða skör lægra, þá hefði honum fund- ist sér ger ómaklegur óréttur. IV .KAPÍTULI. I húsi Hellers málaflutningsmanns var Aðól sem heimamaður. Hann og Franz höfðu fylgst að í skóla, og höfðu nú báðir lokið embættisprófi, og þess vegna var haldin ágæt veizla hjá föður Franz. Aðólf gekk inn í húsið, og var hvert her- bergi prýtt og uppljómað. Hann var eins og heillaður kóngssonur, sem vaknar af löngum óminnissvefni. Alt sem hann hafði áður séð og þekt, var nú sem þoku hulið. — Nú byrj- aði hið sanna líf hans, og horfði við honum, bjart og brosandi. En hve alt var fagurt og dýrðlegt! Hann hafði aldrei haft tíma né tækifæri til þess að njóta æskulífsins, en nú streymdi æskufjörið og nautnarþráin eins og rafstraumur gegnum hverja taug hans, og hjartað fór að slá tíðara en áður. Rað kom yfir hann einskonar alsælu-leiðsla, og hann langaði til þess að þjóta af stað út í lífið á vængjum vindanna. En þó var alt svo fagurt og hátíðlegt í þessum albjörtu sölum, að hann dirfðist varla að ganga inn. Allir voru klæddir silki og öðrum dýrindis-vefnaði. Hann rendi augunum yfir mannþyrpinguna, en þar voru fáir, sem hann þekti. Loks sá hann bróður sinn, og skamt þaðan stóð María Heller. Hún var í silkikjól, alhvítum, og var skreytt blómum og ýmiskonar skarti. Hún var að leika sér að blævængnum sínum, og Ieit öðru hvoru framan í ungan stórkaupmann, Hólm að nafni, sem var nýkominn frá Lund- únum, og hafði dvalið um tíma í Englandi. Hann sneri sér að henni til þess að geta horft framan í hana. Aðólf hafði þekt Mariu í mörg ár, og þau höfðu umgengist hvort annað sem systkin, en hún hafði aldrei haft nein áhrif á hann öðrum fremur. Nú virtist honum sem hún væri sér alls ókunnug, eða að minsta kosti alt öðruvísi en áður. Hún fékk alt í einu það vald yfir honum, að hann gáði einskis annars. Hún varð sem einvaldur í ríki hugsana hans. Hann gat ekki gert sér grein fyrir þessari skyndilegu breytingu, og því síður skildi hann það, hvers vegna augu hans hefðu verið blind- uð til þessa dags. Nú mintist hann þess, hve góð og elskuleg hún hefði verið — óumræði- lega elskuleg. Nú var hún orðin því nær full- orðin, og hann hafði ekkert gert til þess að vinna hylli hennar. Hann hafði unigengist hana eins og systur sína — það var hættulegast af öllu, eins og tilfinningum hans var nú farið; hann hefði heldur viljað vera óvinur hennar. Aðólf hafði komið seint til veizlunnar. Franz gekk þegar til hans, og leiddi hann með sér inn í aðra stofu til þess að geta tal- að við hann í næði um sín eigin áhugamál. Aðólf lét hann ráða. Hann hafði ekki ein- urð til þess að hindra samtal þeirra Hólms og Maríu, og gefa sig á tal við hana. Hann vissi heldur ekkert hvernig hann ætti að ávarpa hana, en það hafði aldrei [fyr orðið honum vand- ræða efni. Hversdags orðin fundust honum nú óviðeigandi, og særandi fyrir tilfinningar sínar. Regar gengið var að borðum, ætlaði hann að fara til hennar, en Hólm varð fyrri til. Rau gengu rétt hjá honum, og voru að tala saman í hálfum hljóðum. Aðólf horfði á eftir þeim, og þrýsti um leið hendinni ósjálfrátt að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.