Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Page 22
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR brjóstinu, eins og hann kendi til. Hann heyrði glaðværð og gamanyrði alt í kringum sig, og allir þyrptust inn í borðsalinn, hver með sína borðmey. Hann leit í kring um sig. Stofan var orð- in tóm. — Nei, þarna sat ung stúlka út í einu horninu, og leit á hann ójDolinmóðlega, og hóstaði ofurlítið, til jjess að hann skyldi taka eftir sér. Hann Ieiddi hana að borðinu fyrir siða sak- ir, og fór að matast, án þess að hann vissi hvað á diskinum var, og svo var hann utan við sig, að hann gleymdi skyldu sinni gagn- vart sessunaut sínum. Sá sem næstur sat á aðra hönd henni, helti í glasið hennar fyrir hana, og gaf Aðólfum leið ofurlitla áminningu í gamni; en hann heyrði það ekki. Heller málaflutningsmaður mælti vel og skemtilega fyrir skál beggja kandidatanna. F*á mundi Aðólf eftir því, að hann hafði búið sig undir að halda ofurlítinn ræðustúf, og þakka þeim lijónum alt það, sem þau höfðu fyrir hann gert' Hann stóð á fætur ósjálfrátt, herti upp hugann og byrjaði, en talaði alt of liátt. Svo lækkaði hann róminn, en þá varð hann of lágmæltur. Loks misti hann efnisins, og þagnaði í miðju kafi. Honum varð litið á Maríu. Hún horfði á hann kvíðafull, en háðbros lék um varir sessunauts hennar. F*á rankaði hann við sér. Hann var búinn að gleyma öllu, sem hann hefði búið sig undir að segja, en nú streymdu orðin af vörum hans, heit og hjartnæm, svo að allir urðu hrifnir........og einhver spáði því, að hann myndi verða afbragðsgóður prest- ur. Aðólf hafði aldrei verið eins óánægður við sjálfan sig, eins og þegar hann kom heim til sín þetta kvöld. Honum fanst þá að alt, sem hann hefði sagt við Maríu það kvöld, vera tómt rugl og heimska. Honum fanst hann ekki geta talað við hana eins og áður, en það var ekki hægur vandi að finna ný og vel valin umræðuefni. Hún hafði horft á hann undrandi, og klip- iðhann svo í handlegginn og spurt hann glettn- islega, hvort hann væri orðinn kendur. Hann myndi hafa farið að gráta, ef honum hefði ekki fundist það ómannlegt. Hann lá lengi andvaka, og var að hugsa um framtíðina. Hann fann það, að fyrst varð hann að eyða þessum kunningsskap, sem áður hafði verið milli þeirra, til þess að geta náð ástum hennar. F’að var ágætt ráð að ferðast í burtu um stundarsakir. Franz hafði boðið honum að fara með sér suður til Ítalíu, og nú hafði hann ekkert að starfa, sem gæti bundið hann. Jóhann gat vel séð fyrir sér sjálfur. F’á var sem hvíslað væri að honum: Nú dregur að skuldadögunum, þú mátt ekki svíkja loforð þín,« Nú sem endrar nær kom skyld- an, og batt hann í báða skó. Hann varð að vera- kyr, þrá, en öðlast ekki. (Framh.) Adatn og Eva. Hinn alkunni ameríski miljónamæringur, And- rew Carnegie, var einn dag að ganga sér til skemt- unar í nánd við Fíladelfíu, og hitti þar gamlan bónda, sem var í óða önnum að þekja húsið sitt með þakspónum. Carnegie gekk til hans, og spurði hversvegna hann notaði ekki heldur tiglsleina. Bóndinn and- varpaði og sagði að það væri alt of dýrt, hann væri ekki fær um að borga svo mikið. »Einmitt það, hve mikið haldið þér að það kostaði?« spurði ríki maðurinn. »Tvö hundruð dollara!« svaraði bónd- inn. Cornegie tók upp vasabók sína, skrifaði ávísun upp á tvö hundruð dollara ogfékk bóndanum hana. Bóndinn varð himinlifandi glaður, liljóp inn til konu sinnar, og sagði henni frá láni sínu. Ja, maður, mikil skelfing ertu heimskur! sagði þessi nýmóðins Eva í ásakandi tón, »því sagðurðu ekki strax finnn hundruð dollara; hann hefði óðara gefið þér þá. Farðu strax til hans og segðu, að þú hafir sagt skakt til um verðið.« Maðurinn gerði eins og konan vildi, fór til Carnegie og fékk strax áheyrn. Hann sagði honum að hann hefði sagt rangt til um verðið, þar sem hann hefði ekki tiltekið nema tvöhundruð dollara, og bað hann að gefa sér þrjú hundruð dollara í viðbót. Miljónaeigandinn sagði fyrst ekkert einasta orð, en horfði fast á manninn og bað hann síðan að fá sér ávísunina. Síðan reif hann ávísunina í þús- und parta og kastaði hinum óskammfeilna bónda út.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.