Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 4
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sagt það væri af því að hun hefði haft öngul úr gulli». «Sagðirðu þá þetta ekki bara að gamni þínu?» «Hem — eg hefi líklega ekki boðið þér nóg, Júda. Ef eg verð landsstjóri, ogfæjúdeu til þess að gera mig auðugan, þá get eg vei gert þig að æðsta presti.» »Vertu sæll» sagði Júda, og gekk í skyndi leiðar sinnar. Messala þreif skikkju sína, snaraði henni um sig og hraðaði sér á eftir honúm. Þegar hann náði honum, lagði hann hendina um háls honum og gekk við hlið honum. Svona vorum við vanir að ganga þegar við vorum drengir,« sagði hann, «og svona skulum við nú fylgjast að út að hliðinu .... Rú ert barn enn þá, Júda, eg er orðinn full- orðinn og sem fulltíða maður ætla eg að segja þér skoðun mína áður en við skiljum. Vertu hermaður, eins og eg; því skyldir þú ekki hafa þig úr krappanum, þar sem lögmálið og vana- kenningarnar hafa lokað þig inni, og tálma þér að hafa þig upp og áfram,« Júda gegndi engu en hélt áfram ganginum. »Líttu bara í kringum þig,« hélt Messalaá- fram, «hverjir eru spekingar vorratíma? ekki þeir, sem eyða lífinu í það, að rífast um jafn- óákveðnar hugmyndir eins og Baal ogjehóva! Eða taktu hvern frægðar- og- ágætismann, sem þú vilt, Heródes, Makkabeana eða keisarana miklu; þú munt engan þann finna, að hann hafi ekki orðið það, sem hann varð, af því að liann notaði sér það, sem tíminn Iagði honum upp í hendur, mat ekkert neins virði, og var ekkert heilagt, nema það styddi málefni hans, og fyrirleit ekkert, er honum gat orðið að not- um. Farðu að eins og þeir. Róm er eins fús á að rétta þér höndina eins og Antipater frá ídúmeu.« »Róm — Róm« tautaði Júda, »Já, einmitt Róm........... Taktu nú söns- um, maður, og reyndu að hafa hug til að líta á Iífið eins og það er. Og þá sér þú á öllu: Róm er heimurinn, og Júdea verður að vera það, sem Róm vill.» Peir voru komnir að hliðinu. Júdatókblíð- lega hönd Messala af herðum sér og mælti: »Pú talar sem Rómverji, og þekkir ekki Isra- elsmanninn. Við verðum aldrei vinir eins og áður var — hér skilur vegi okkar. Guð feðra mirina sé með þér og gefi þér frið.» Messala rétti fram hendina, Júda tók ekki í hana.......... hann gekk leiðar sinnar, ðg leit ekki á bernskuvin sinn. Messala hinkraði ögn við og horfði á eftir 'nonum. Svo hristi hann höfuðið, sneri sér við og tautaði með sjálfum sér: »Jæja þá. . . Eres (elskan) er dauður, Mars (hernaðarguðinn) hefir völdin.« II. Skömmu eftir að Júda skildi við Messala, nam hann staðar úti fyrir húsi einu í stræti því, er liggur fyrst í vesturátt frá hliði því, er síðar var nefnt eftir Stefáni hinum helga; ligg- ur það meðfram norðurhlið Antoníukastala. tekur síðan á sig hlykki nokkura og snöggbeyg- ir svo til suðurs. Húsið var þar á horrúnu, sem krókurinn var krappastur. Rað var tveggja gólfa hátt, ferhyrnt og reistaf óhögnum steini. A þá hlið, er til vesturs vissi, voru fjórir gluggar en tveir á norðurhlið — allir á efra gólfi. Á neðra gólfi voru engir. önnur op á inúrnum en úíidyrnar. Óðara en hann kom var lokið upp; Júda heilsaði dyraverðinutn, og gekk síðan liratt inn í mjó göng, með slitnum steinsætum ti! beggja handa. Við enda gangnanna var rið með 12 — 15 pöllum niður að ganga f húsagarðinn; lágu tveggja gólfa hús að honum á þrjár hliðar. í garðinum voru þjónar á gangi, hæns og dúf- nr voru á flögti fram og aftur, en forskygni eitt var til hliðar, og flatmöguðu undir því bæði kýr og geitur, asnar og hestar. Austan megin húsagarðsins var múrveggur, og hlið á; lá það inn í annan garð víðan; voru þar gróðursettir runnar og vafningsviðir, og varð hann þannig að einskonar trjágarði. Gosbrunn- ur var í honum miðjum og svalaði út frá hon- um. Paðan lá rið upp á stall samhliða neðra gólfi, og af stallinum annað rið upp áþakið;

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.