Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Side 21
Á FERÐ OG FLUGI. 45 «Að lokinni skrúðgöngunni um þilfarið, kom sjálfur guðinn Neptún í ljós með hirðmönnum sínum, og var honum heilsað með nokkkrum byssuskotum. Hann settist í hásæti, sem honum var fyrirbúið við stórmastrið. Rað var raunar ekki annað en sápubali á hvolfi, og í kringum hann stóð í fylking föruneyti hans, þar á meðal var ástaguðinn Amor, sem skipsdrengurinn lék. Oll sveitin hafði fáránlegan klæðaburð og langt skegg. Sjávarguðinn reis nú upp í allri sinni tign, og tilkynti það skipverjum og farþegum með hátíðlegri rödd, að hann af sinni föðurlegri um- ^yggju og mikilli góðvild hefði ákveðið að saga af þeim öllum saman höfuðin til þess framvegis að losast við höfuðverk, svo og skera af þeim handleggi og fætur, svo að giktin legð- ist ekki framar í útlimi þeirra. Síðan tóku fjórir hásetar einn og einn farþega og leiddu þá fram fyrir guðinn, og létu þeir allir skilding í lófa guðsins, en hann stráði yfir þá heilögu ilmvatni og lét þá svo fara; og var þá fyrsti þáttur hátíðahaldsins á enda. En svo var eftir alt umstangið með vin vorn Bovreuil. Hann hafði haldið að hann 'nyndi losna á sama hátt og aðrir farþegar Weð því að offra guðinum félegum peningi, en honum varð ekki kápan úr því klæðinu, því skipverjar og farþegjar slógu nú hring um hann. Hann fór nú að gruna að einhverja ó- svífni mundi eiga að fremja við sig, og hann þóttist glögt sjá það á svip og látbragði far- þegjanna að eitthvað meir en lítið stæði nú til; varð hann því mjög óttasleginn, og reyndi að rifa sig lausan frá böðlum sínum, en þeir héldu honum blýföstum, og drógu hann þangað, sem stór bali stóð, sem tjaldaður var utan með gömlutn stássflöggum og var breitt yfir með borðum og ábreiðum. Hinir fjórir þjónar hafguðsins, sem altaf höfðu haft hemil á hon- Urr>, settu hann nú nauðugan viljugan ofan á balann. Svo kom þar að einn af förunautum guðsins með Iangan nagla og þungan járnham- ar og miðaði naglaoddinum á enni hans. Nirf- illinn var"utan við sig af ótta, reiði og ör- vílnun, hann var í efa um, hvort verið væri að leika með sig eða það ætti að gera út af við sig. Alt ruglaðist í huga hans; einungis eitt var honum ljóst, að allir á skipinu voru andstæðingar hans, og höfðu ánægju af því, að illa væri farið með hann, og því blandaðist gremjan, reiðin og hatrið, stöðugt saman við hræðsluna. Hann sá hinn grímuklædda háseta reiða hamarinn til höggs og.fann kaldan nagla- oddinn við enni sér, hann Iét aftur augun og æpti upp yfir sig af öllum kröftum. Um leið reið höggið en höfuðið hélt og naglinn varð að klessu á enni hans, í honum hafði aldrei verið annað en brauðdeig, sem málað var svo það fengi sama lit og járn. Allir farþegarnir tóku þessari uppgötvun með skellihlátri, en nirfillinn þoldi .glensið illa, og var þrútinn af reiði. En það var engin vægð hjá böðlunum, og hver háðungarmeðferðin rak aðra á karl- inum; þeir rifu hann úr skóm og sokkum, máluðu hann í framan eins og negra, og að síðust sviftu þeir fjölunum ofan af balanum og hrundu houum aftur á bak ofan í balann. lenti hann þar í hinni fyrirhuguðu skírnarlaug tvöfaldur, svo ekki stóð upp úr nema höfuð- ið og fæturnir. Boðaföllin gengu þó langt upp yfir höfuð og gerðu karlinn nærri blindan, var lögur nægur í lauginni, þótt gruggugur væri hann í meira Iagi, því í balann hafði verið safnað fljótandi úrgangi á skipinu, svo sem olíuleifum, tjöru, sósu og súpuleifum. Alt þetta góðgæti hafði verið hræit vel saman og þynt út með sjó, svo að maukið yrði ekki of þykt. Þarna niðri í balanum þvældu hinir dul- klæddu hásetar hann góða stund, eins og kláða- kind í baðkeri. Síðan var honum slept upp úr, en þá skall yfir þennan illa haldna píslarvott hellidemba úr skipsslökkvidælunni, og var hann um stund duglega vættur með aflmiklum dælu- straumi. Að síðustu var honum slept, og hann flýði úrvinda og afarilla útlítandi ofan á milli þilja. (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.