Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 23
BÓKMENTIR. 47 Bókmentir. Meðal rita þeirra, er út voru gefin á næst- liðnu ári, er enn ógetið allmargra, og mun eg minnast þeirra smásaman í riti þessu eins og áður. Bernskan heitir smábók ein, er út hefir kom- ið hér á Akureyri. Höfundur hennar er skóari einn hér í bænum, Sigurbjörn Sveinsson að nafni; hefir hann áður gefið út ljóðakver eitt lítið með laglegum kvæðum. En ekki var mik- ið samt tekið eftir þeim — það er orðið svo fult af þessum kvæðasöfnum, að eigi ber á öðru en því, sem að einhverju leyti ber af. En öðru máli er að gegna um þetta kver. Það er alls yfir 35 smásögur frá bernskuárum höfundarins, ali- ar sannar, og allar sagðar eins og barnasögur. Víða er efnið lítið, jafnvel svo lítið, að engum nema höfundinum hefði getaðdottið í hug að gera úr því sögu. En honum tekst að gera úr því sögu, svo að maður hefir gaman af að lesa hana, og hnýtir hann þá oftast einhverri hugleiðingu eða einhverri athugasemd við efn- >ð, sem getur verið til lærdóms, upphvatning- ar og eflingar einhverju, sem fagurt er og gott. Sumar sögurnar eru aftur á móti ágætar að efnis; þó að það sé að jafnaði smátt, þá er þó svo með það farið, að menn fylgja því með fnlium áhuga. Sumar sögurnar bera á sér töluvert guðrækilegan blæ, enda er höf. alkunnur trú- maður, en blærinn er svo einfaldur, Ijúfur og Þýður, að áhrifin af því hljóta að vera góð á alla, hvort sem þeir eru trúaðir eða ekki. Aftur á móti ríkir í sumum svo mikil kýmni, svo mikil græskulaus, lifandi barnakæti, að það lyftir manni hátt upp úr öllu þessu »ergelsi» yfir lífinu og tilverunni, sem nú er «hæstmóð- *ns« að bera á bprð meðal hinna yngri höf- nnda lands vors. »Skemtileg nótt», «Yfir ana» og »Réttardagurinn > eru hver annari betri, barnalegar og kýmilegar, ekki að gleyma því Þegar »Steini grætur« undir lestrinum. Málið er gott og lipurt, en ef til vill eru sögurnar fremur ritaðar handa fullorðnum heldur en börnum. Það er sumstaðar full mikill skáld- sögublær á efnisfærslunni. Enn það gerir ekki til. Kverið hefir þegar unnið sérland og það víða, og líklegt að það geri það því betur sem lengra líður. Von er á meiru frá höf., og bíða þess rnargir með óþreyju. Það bendir bezt á það, að bókin er góð. Lítið kver hefir og Oddur Björnsson gefið út: Smásögur handa börnum. Kver þetta er Iaglegt að efni og frágangi; eru sögurnar allar útlagðar eftir útlendum ævintýrum handa börn- um, og er það heldur laglega gert. Smásögur handa börnum og unglingum hefir og sr. Hjörleifur prófastur Einarsson gefið úr í Reykjavík; þær eru útlagðar eftir smásögu- safni eftir Moody, hinn nafnkunna predikara. Allar eru sögur þessar guðrækilegs efnis, og og má leiða út af þeim öllum einhverja sið- ferðislega eða guðfræðislega lærdóma. Geta þær því oft verið hentugar til þess að hafa við hendina sem skýringu við ýmislegt í barna- lærdóminum. Sögurnar eru góðar og glæð- andi alt gott, og málið á þeim látlaust og einfalt. F*á er og nýbyrjuð að koma út lesbók handa barnaskólum, sem nefnd sú hefir út gef- ið, er til þess var kosin af stjórnarráðinu. Rað er fyrsti parturinn, sem út er kominn. Eigi verður enn að fullu dæmt uin lesbók þessa, en svo virðist, sem hún fari fremur vel af stað að mörgu leyti. Efni hennar er allmarg- breytt, og er margt af því vel við barnahæfi. En sumt virðist vera í þyngra lagi, einkum að orðalagi til, handa börnum, sem eiga að hafa hana sem fyrstu lesbók. Utgefendurnir hafa t. d. ekki leyft sér að breyta orðalagi á því, sem þeir hafa tekið eftir aðra, enda þótt óvana- leg orð sé í þvi — sem lesbókaútgefendur meðal annara þjóða gera að jafnaði, En alt fyrir þetta er bókin efnileg til þess að ná sér hylli meðal unglinga hér á landi. Nokkrar rhyndir eru í bókinni gerðar eftir Ijósmyndum af málverkum Ásgríms Jónssonar málara. Málverk- in eru vafalaust góð, og lesin með góðum skilningi út úr þjóðtrú landsmanna, en eigi eru

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.