Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1908, Síða 22
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Seinast fann hann hana við glugga í öðrum enda salarins umkringda af smjöðrurum og að- dáendum. Pegar hann kom nær tók hann eftir háum mögrum manni í vanalegum veizlufötum sem stóð spölkorn frá hópnum, og að því er virtist ekki þekti neinn af gestunum, sem voru í kringum hann. Pað var eitthvað svo tor- tryggilegt í framkomu hans, og hvernig liann hélt áfram að gjóta augunum til gluggans, að það kom sir Anthony til þess að athuga hann nánara. Kolsvarta hárið og yfirskeggið, og þel- dökki hörundsblærinn gaf til kynna að hann mundi vera útlendingur. En frá hvaða landi hann var, var ekki hægt að ákveða. Regar hann hafði virt hann fyrir sér fáein augnablik gekk hann til furstadótturinnar. Hún stóð upp bros- andi, og við það að snerta handlegg hennar varð hann allur gagntekinn og frá sér num- inn. Augnabliki síðar svifu þau yfir gólfið eft- ir mjúkum og ísmeygilegum tónum eins ung- verska valsins. Þegar þau höfðu dansað örfáa hringi beygði furstadóttirin sig ofurlítið að honum, og hvísl- aði blátt áfram: «Fylgið mér eitthvað burtu, þar sem við getum verið ein; mig langar að tala við yður í næði.» Hann hlýddi henni viðstöðulaust og leiddi hana út um hliðardyr, sem lágu út í stóran vetrargarð, er var þéttsettur stórum pálmaviðar- trjám og dauflega upplýstur af fáeinum jap- önskum lömpum, sem hengu niðurfrá loftinu. Pað var enginn þarna inni og eftir litla leit fundu þau bekk á afviknum stað í garðinum. »Æ,» andvarpaði hún um leið og hún lét fallast niður á bekkinn, «hér er mér óhætt.« «Óhætt» endurtók hann um leið og hann settist við hlið hennar. »Eg skil yður alls ekki, furstadóttir.» «Tókuð þér ekki eftir háum og mögrum manni með svart hár, sem stóð einn sér, skamt frá mér? spurði hún. «Jú, það leit út fyrir að hann væri útlend- ingur.» »Hann er líka Rúmeníumaður — frá Kon- itsa« sagði hún í hálfum hljóðum, «Svo« — sagði sir Anthony, honum var ekki Ijóst hvað hann ætti að segja meira. Furstadóttirin lagði hendina á handlegg hans. ^Rér hafið víst heyrt eitthvað af æfisögu föð- ur míns?« sagði hún. «Já, ofurlítið* svaraði hann, — »en —.» »Rér hafið heyrt hver hann var, og hvern- ig hann lagði Iífið í sölurnar fyrir Moravía? «Já,« sagði hann, »það hefi eg heyrt.» «F*að — það er alt, sem eg óska að þér mtnnist.* «Rað er alt sem eg skal minnast.» svaraði hann alvarlega. Nokkur augnablik sátu þau án þess að mæla orð. Fyrir sir Anthony voru þessi augna- blik yndisleg og gleðirík, en jafnframt sorg- blandin. Anægja yfir að hafa fundið hana aft- ur, og að hún hafði traust á honum, en sorg yfir hinni miklu fjarlægð, sem hin umbreyttu lífskjör hennar höfðu skapað á milli þeirra. Hann gleymdi þvf að fjarlægðin hafði hér um bil verið eins mikil á milli sir Anthony Mus- grave og Zora Karopoulos, dóttir ræningjafor- ingjans. En slíkan samanburð gera ekki menn eins og hann. «Já» sagði hún og andvarpaði hægt, og eins og hún væri að tala við sjálfa sig, »það var viðburðaríkt líf, sem faðir minn lifði á þeim útlegðarárum, en hann gjörði aldrei þeim fátækari mein, og margir hafa blessað nafn MiltiadesarKarapoulos þegarsjúkdómar ogneyð heimsóttu þá. En Iíinsvegar,»--------hún þagn- aði alt í einu, eins og hún vonaðist eftir að hann endaði málsgreinina. «En ást hans á mér verður að vera honum til afsökunar.» «Hún mun ætíð geta afsakað mjög mikið» sagði sir Anthony alvörugefinn. Hún leit snögg- lega framan í hann, «Eg get ef til vil við tækifæri gert mig betur skiljanlega* sagði hún. Hún reis á fætur og geklc fáein skref frá honum. hann stóð líka upp og um leið heyrði hann einhvern læðast á bak við þéttan pálmarunn hægra megin við jtau. Hann sneri sér skjótlega við og sá ein- hverja svarta veru koma fram með útréttan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.