Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 21
HRINGHENDUR. 261 Hringhendur. Eftirfarandi hringhendur hafa Nýjum kvöldvökum borizt til verðlauna samkvæmt auglýsingu í 7. hefti. Ársól gljár við Unnar svið Ofið báruskrúða, Ræðir smára rjóðan við Rósin táraprúða. Halldór Friðjónsson frá Sandi. Ástin hrindir andans ró, Ymsa blindað hefur; Kætir lyndi, færir fró, Frið og yndi gefur. Nafnlaust. Barn á hóli hættir Ieik, Harðnar gjólari tíða, Farna sól þá byrgir bleik bjarnarnarnjólan stríða. Dómar falla dauða þá, Drómar alla beygja, Blómin halla höfði’ und snjá, Hljómar snjallir þegja. Ólina Andrésdóttir Vatneyrí Patreksfirði. (Höf. að þriðju verðlaunavísunni í Sigur- hæðavísunum. Bragar- lifir listin góð, Löng sé þrifa stundin. Meðan klifar mamma jóð, Mæt ei bifast grundin. Nafnlaust. Bjarg að sandi máttur mól Margra handa á vegi. Alt er landið svarið sól, Sérhver andinn degi. Indriði Þorkelsson undir Fjalli. Birtist sjóli hár og hreinn í helgum skólafræðuml Veldis-stólinn á hann einn Upp á sólar-hæðum. B. Einarsson á Hálsi. VOR. Blómin fríðu þróast þétt, Rekur víðir hjalla, Róminn blíða lóan létt Lætur tíðum gjalla. VORHARÐINDI. Fellur tíðin ekki enn Eftir lýða högum, Gellur hríðin mögnuð — menn mega kvíða dögum. Köldum anda kári blæs, Köldu landi svíður, Földum strandír felast snæs, Fjöldi grandið líður. ÓGÆFTIR. Lýð til ama löngum hér, Leggja saman kyngi. Varla gaman vorðið er Vinda hamremmingi. Jónas Þorsteinsson Nesi í Norðfírði. Böl þótt hrylling búi þjóð Á brautum villu hálum, Ýta fyllum æskumóð Óðs með snillimálum. H. F. frá Sandi. Dal og hól og himininn Huldi njólan svarta; Geislar ólu aldur sinn Upp við sólar hjarta. B. E, Hdlsi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.