Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 9
ÚR BLÖÐUM JÓNS HALTA 7 hana. Eg fór kð hugsa mig um; og þá mundi eg eftir því, að hún hlaut að vera sama stúlk- an sem hafði verið einn vetur í Reykjavík fyr- ir nokkru — busaárið mitt í skóla. Við höfð- um meira að segja verið í kosti saman. Reynd- ar höfðum við ekkert kynst frekara en fólk kynnist venjulega, þegar svo stendur á. En eg mundi það, að hún var einstaklega efnileg stúlka, óbrotin og blátt áfram, lagleg og snoturleg í framgöngu, tildurslaus og hispurslaus og sótti nám sitt tneð alvöru, enslósérekki út í sollinn. Hún var þá bráðung, á aldur við rnig, en nú fanst mér, þegar eg fór að hugsa um hana, að hana hefði vantað eitthvað, sem mér var óljóst hvað var. Eitthvað af þtssari lifandi, leikandi æsku, sem er svo yndisleg á ungum stúlkum — líkt eins og hún hefði orðið full- orðin á undan tímanum. En við allar þessar hugsanir fór mig að ráma í ýmislegt — meðal annars það, að hún hafði minst á einhvern Jón gamla, sem ætti heima á bænum hennar. Hún hafði meira að segja getið þess, að hann væri fatlaður og ekki við alþýðuskap. En það hafði eg heyrt á henni, að henni þótti mjóg vænt um þennan karl, og hún ætti honum margtgott að þakka Það var auðvitað Jón halti og enginn annar. Mig fór enda að rauka við, að eg hafði heyrt getið um fótalausan karl, sem hét Jón og var í minni sveit fyrir mörgum árum og þótti skelf- ing sérvitur og undarlegur karl, en suinir höfðu þó verið á því, að það hefðu verið góðir part- ar í honum. Eg fór nú að skilja, að þetta var ait sami karlinn — og að hann hafði nú ver- ið lengi á Dynjanda, og Helga alist upp með honum. Hafði Jón halti haft áhrif á hana í upp- vextinum, og kent henni of snemma að sjá og tneta alvöru og fánýti mannlífsins? Eða var hún svona gerð og einhverjar skyldar tilfinningar og skoðanastefnur laðað þau saman? Eg hafði þá litla lífsþekkingu og því minni mannþekk- ingu, og gat ekki ráðið þessa gátu. En úr því eg var þetta lítið kunnugur Helgu að fornu fari, hugsaði eg mér, að eg skyidi fara á fjör- urnar við hana með það, að komast betur inn í hagi Jóns halta en mér gat tekist það upp úr samtalinu við selkerlinguna mína. Svona sigum við Skjóni í hægðum okkar ofan eftir sneiðingunum ofan heiðarbrekkurnar, og vorum báðir í djúpum hugsunum. Eg var að brjóta sögu og sál Jóns halta til mergjar og gekk illa, en Skjóni hefur sjálfsagt verið að hugsa um það hvenær sú stund mundi upp renna, að hann fengi að koma í haga og hvíla sig. En svo va'knaði eg upp úr þessum hugs- unum við það, að eg fór að heyra þungan nið hinu megin árinnar. Eg leit þangað, og btasti þá við mér snotur bær hinumegin, rétt að segja fast upp undir fjallinu, með flötu, rennisléttu túni fyrir neðan. Rétt utan við tún- ið rann ofan lækur mikill; var að honum klettagil eða hamrakvos mikil inn í fjallið. Foss ákaflega hár var þar sem lækurinn féll í kvos- ina. Klettunum í kring var svo háttað, að mér fanst sem þeir ómuðu við og bæru bergmálið óvenjulega vel, því að niðurinn úr fossinum heyrðist svo forkunnarvel og svo undralangt. Rað hlaut að vera óskapa öskrandi, þegar flóð hlypi í lækinn. «Rarna er þá Dynjandi*, flaug méríhug, «Skyldi þá 'eiga að jarða í dag ?» En rétt um leið og eg slepti hugsuninni, heyrði eg hundgá fram á götunum fyrir framan Dynjanda. Pað var smalinn frá Dynjanda. Ærnar runnu þar í halarófu framan giljabotnanna, en smal- inn rak ein fimm eða sex hross eftir götunum og sat á einu þeirra sjálfur, og hottaði og hó- aði til kindanna. En seppi hans tölti á eftir þeim og smágjammaði kunnuglega við rollurn- ar við og við. Rað vaknaði nýtt Iíf í mér að sjá alt þetta iðandi sumarfjör sveitalífsins á eftir heiðarkyrð- inni. Þar upp undir jöklunum tekur uáttúran þetta ærða og eyrðarlausa mannshjarta og svæf- ir j'að og friðar við barrn sinn eins og þegar ástúðarrík móðir sefar óspakt barn sitt. Hér niðri vekur hún það til starfa, til gleði og framkvæmda — gefur því morgunhressinguna eftir hvíldina og værðina.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.