Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 14
12
NÝJAR KVÖLDVÖKVR
áhuga. Don Agústín taldi víst að leiðangur
Don Estevans hefði hepnast, ef þessir menn
hefðu verið með, og var Gayferos á því, Rós-
aríta reyndi að vera köld og láta ekkert á sig
fá, en gat ekki ráðið við gtampana í augum
sínum.
«Og þegar fram í sótti, fór mig að Ianga
hér suður til átthaga minna, og þeir félagar
vildu fylgja mér suður yfir landamærin. Ungi
maðurinn var ekki fús til þess að fara í þá
átt. Við lentum í útistöðum við lndíana á leið-
inni, Indiana, sem sátu á leið okkar og vildu
hefna á okkur ófara bræðra sinna. En við börð-
umst við þá, og þeir urðu að láta ellefu lík
eftir. Og þá gekk pilturir.n fram eins og sá
maður, sem leitar dauða síns. Hann fékk stór,
sár á höfuðið, og bar það eins og hetja.«
«Sannar hetjur,« sagði Don Agústin fullur
af vígmóði, og mærin hrópaði blóðrjóð og
hugfangin: »F*að er fagurt, svona ungur og
svona hraustur. — En fenguð þér að viia
hvað þeir hétu, þessir menn?«
«Já, sá elsti hét Bois Róse, annar hét Pepe
en sá þriðji — bíðum nú við, —«
Hann lézt vera að leita að nafninu; Rósar-
íta var á nálum, fölnaði, og brjóstið gekk í
bylgjum.
«Jú, hann hét Fabían,» sagði Gayferos.
Rósarítu brá eins og hún hefði mist af
einhverri dýrlegri von; hún tók hendinni ti!
hjartans, og tók upp hálflágt og dapurlega:
«Fabían.»
Pað nafn þekti hún ekki — ekkert annað
en Tíbúrsíó.
Pá komu boð til Don Agústíns frá heimilis-
prestinum, að hann vildi finna hann. Don A-
gústín gekk út.
Gayferos var einn eftir hjá Rósarítu, og
horfði á hana, þar sem hún sat titrandi af
geðshræringu í silkislæðu sinni. Pað var eins
og henni fyndist að hann ætti eitthvað meira
eftir. Loksins sagði Gayferos undurlágt og
blíðlega:
»Fabían hét líka öðru nafni, sennora; viljið
]»ér heýra það á meðan við erum ein?«
Rósaríta brá litum. «Ó, segið mér það,«
hvíslaði hún.
«Hann hefir lengi verið kallaður Tíbúrsíó
Arellanos.«
Rósaríta rak upp fagnaðarhljóð, sprattupp
greip hönd Gayferos og þrýsti henni fast að
brjósti sínu.
«Guði séu þakkir,« sagði hún, »þó hjarta
mitt væri búið að segja mér það.«
Svo hljóp hún yfir salinn, óg að Maríu-
mynd, sem þar var í gyltri umgerð, og féll á
kné og fór að biðja.
«Tíbúrsíó Arellanos er nú meira en tómur
Fabían,« sagði gullfarinn, «hann er nú líka sá
seinasti greifi af Medíana, stórauðugri og vold-
ugri ætt á Spáni.«
Mærin hélt áfram að biðja, eins og hún
heyrði ekki orð hans.
«Stóreflisjarðeignir, há völd og mannvirð-
ingar getur hann lagt að fótum þeirrar konu
sem hann elskar.«
Rósaríta hélt áfram bæninni og leit ekki
við.
»Don Fabfan af Mediana hefir óbreyttar
allar sínar tilfinningar, eins og meðan hann hét
Tíbúrsíó Arellanos.«
Rósrríta leit upp úr bæninni.
«Tíbúrsíó Arellanos kemur hér í kvöld, ef
þér viljið hlusta á orð hans.«
Rósaríta stóð upp. Pað var Tíbúrsíó, en
ekki Fabían greifi af Medíana, sein hún hafði
grátið svo sárt. Hvað skeytti hún um tignar-
titla og mannvirðingar — var henni það ekki
nóg, að Fabían lifði og elskaði hana enn ?
«Ef að þér vilduð ganga út að skarðinu
í múrnuin, sem hann fór seinast út um, þeg-
ar hann skildi við yður, þá munuð þér hitta
hann þar í kvöld. Pér munuð ef til vill eftir
staðnum, sem eg á við?«
«Guð minn góður,« hvíslaði Rósaríta, «eins
og eg gangi ekki út þangað á hverju kvöldi.«
Og hún féll aftur fram og fór að biðjast
fyrir.
Gullfaranum fansl um, hvað húnvar.ynd-
isleg, Hann var hinn glaðasti — og gekk út.