Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Qupperneq 15
GULLFARARNIR
13
Don Agústin fann dóttur sína einsamla á
bæn þegar hann kom inn. Hann hélt hún
væri að biðja fyrir sálarfriði Don Estevans,
sem var <'dauður fyrir dómi drottins.«
«Guð veri sálu hans náðugur,« tagði hann
svo, «hann var stór sál og göfug, Don Est-
evan de Arezhísa, eða réttara sagt, Don An-
tonió de Medíana, hertogi af Armada, því að
það var hið rétta nafn hans, Rósaríta.»
»Medíana?« sagði mærin, «skyldi hann þá
vera sonur hans?«
«Sonur hans? hver?«, sagði Don Agústín
forviða, «Don Estevan hefir aldrei kvænzt;
hvað áttu við, barn?»
«Ekkert, faðir minn, en eg er svo glöð í
dag.»
Og hún flaug upp um hálsinn áföðursín-
um og fór að gráta. En þau tár voru ekki
beisk.
Don Agústin var ekki vel að sér í því að
skilja hjörtu kvenna. Hann varð forviða á því
að dóttir sín skyldi vera að gráta af gleði. En
hún svaraði spurningum hans engu öðru en
þessu einu:
«Eg skal segja þér það á morgun.»
«En eitt verðum við að gera,» sagði Don
Agústín. íRað var síðasta ósk Don Estavans,
þegar við skildum, að þú giftist Tragadúros,
Það var deyjandi manns bæn, og hana verð-
um við að gera. Er nokkuð því til tálmunar,
Rósaríta ?»
«Það var eins og hnífi væri lagt í Rósar-
ítu, henni þyngdi um hjarta og hún fór aftur
að gráta.
«Nú nú,» sagði faðir hennar brosandi,
«ertu nú ekki að gráta af gleði?»
»Af gleði?« sagði Rósarfta beisklega, «æ,
nei-nei,— Sem stenduryrði þetta gjaforð dauða-
dómur dóttur þinnar.»
Don Agústín varð flent við — hann varð
bæði hryggur og reiður. «Hvað er þetta? sagði
hann, «Hefurðu ekki játað því fyrir einum
mánuði? Og hefirðu ekki sett frestinn þangað
til víst væri um afdrif Don Estevans? Nú er
hann dauður; á hverju stendur þá?»
«Eg vissi þá ekki að hann var lifandi.»
»Hvaða hann?«
«Don Fabían de Medíana.»
»Don Fabían? Hvaða Fabían ertu að tala
um?»
< Hann, sem við höfum áður kallað Tíbúrsíó
Arellanos.»
Faðir hennar glápti á hana steinhissa. Rós-
aríta varð nú að gera það, sem hún gat til
þess að koma föður sínum í skilning um það
að Tíbúrsíó Arellr.nos væri nú orðinn Don Fa-
bían, greifi af Medíana, auðugur, voldugur og
háaðalborinn maður. þótt hann hefði hingað
til verið álitinn fátækur og af lágum stigum.
Og hann kvaðst hún elska og engan annan.
Kvaðst hún hafa fengið þetta alt að vita hjá gull-
faranum, sem komið hefði, eftir að faðir henn-
ar var kominn út. Lét þá Don Agústín þegar
fara að sækja hann, en þá var Gayferos horf-
inn og fanst hvergi. Hafði hann þegar farið
að hitta þá félaga sína. En Rósaríta gerði sitt
til að mýkja föður sinn og fór svo út síðan.
Og í sömu svifum heyrðist jódynur, og
inn kom maður og bai- sig eins og sá, sem
veit sig velkominn, eins og tilvonandi tengda-
sonur, En hann sá óðara að Don Agústín var
í alvarlegara lagi, og fór því að spyrja af hverju
það stafaði.
Don Estevan de Arechíza, hinn göfugi og
góði vinur okkar, er dauður.»
«A! er hann dauður?« sagði ráðherrann og
brá klútnum sínum fyrir augun; «aumingjaDon
Estevan! eg veit ekki hvort eg næ mér nokk-
urntíma eftir það.»
En sorgin var nú samt ekki sérlega djúp.
Hann sá reyndar eftir þeirri tign og titlum,
sem hann átti í vændum, en svo slapp hann
við það að láta helming af heimanmund konu
sinnar ganga í mútur. Það var þó munur að
ganga að þeirri hálfu miljón sjálfur. Og svo
flýtti þetta fyrir brúðkaupinu. »Aumingja Don
Estavan,» tók hann upp aftur. «Það voru óvænt
sorgartíðindi.» En með sjálfum sér fanst hon-
um samt skaðinn lítill.
Nú víkjum vér sögunni til Gayferos. Hann