Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 16
14
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
söðlaði hest sinn og reið í áttina til Túbak og
fór allgreitt. Hélt hann áfram unz hann mætti
þeim félögum, og voru þeir allir ríðandi. Höfðu
þer unnið fararskjóta sína af Indiönum.
Fabían var dapur og fálátur aðvanda;þeir
héldu áfram sem leið liggur til suðurs og töl-
uðu fátt; Gayferos og Kanadarinn töluðu hljóð-
skraf saman.
Fabían varð því órólegri sem hann kom
nær þessum stöðvum, sem endurminningar hans
voru háðar. Hann taldi sjálfum sér og Bois-
Róse trú um, að hann vildi hvergi fremur vera
enn í eyðimörkinni með þeim félögum, og
elskaði engan og ekkert nema hann.
En Bois-Róse hélt því fram, að hann skyldi
fyrst líta yfir allar þær stöðvar, er honum hefðu
mest orðið við hug og hjarta bundnar: blett-
inn í skóginum, þar sem þeir höfðu hitzt og
þekzt, og svo jafnvel skarðið í múrnum, þar
sem hann hefði gengið út, helsár bæði á lík-
ama og sálu. Rað fór hroliur um Fabían, og
hann hélt því fram að þess þyrfti ekki— það
hefði engin áhrif á sig framar.
Svo komu þeir á blett í skógarjaðrinum,
örstuttan spöl frá hasíendunni og áðu þar.
Pepe og Gayferos sofnuðu þegar, en Bois-Róse
og Fabían vöktu; hvorugur gat sofið — endur-
minningarnar hrúguðust inn á þá. »Eg væri
vanþakklátur við guð, ef eg gæti sofið á þess-
um stað, þar sem eg hefi fengið svo góðan
vott um kærleíka hans.
»Eg er á sömu skoðun« mælti Fabian.
«Já, eg þakka guði fyrir þenna blett, og
það sem þar gerðist. Lítt’á, hér eru leyfarn-
ar af bálinu, sem við kveiktum — sviðnir eldi-
brandar. Parna er tréð, sem eg sat upp við
sælustu stundu æfi minnar. Og síðan hefi eg
lifað alla daga sæla, þegar þú hefir verið hjá
mér.«
Og þá daga alla, sem þú átt eftirætla eg að vera
hjá þér,« svaraði Fabían, «eg á þig og" engan
annan að í veröldinni, eg skal aldrei skilja
við þig.«
Meðan þeir voru að tala um þetta fram
og aftur, seig sól til viðar, Pepe og Gayferos
vöknuðu við vestangustinn, sem fór að kjassa
trjátoppana, og kveldkvak fuglanna í liminu.
Reir átu kvöldmat, sem Gayferos hafði kom-
ið með frá hasíendunni, og biðu svo um
stund, kveiktu upp eld og bjuggust til að hýr-
ast þarna um nóttina.
Fabían vissi það vel, að Kanadarinn nmndi
veslast upp, ef hann ætti að fara að lifa bæ-
jarlífi, og vildi ekki kannast við að hann gæti
við hann skilið.
Stjörnurnar þokuðust áfram hægt og hægt
og boðuðu að skamt væri til háttatíma. Tungl-
ið skein á lofti, en dauft því að það var ekki
nema hálft.
Rá stóð Bois-Róse upp og sagði alvarlega
og blítt:
»Farðu nú, drengur minn, á þann stað.
þar sem þú skildist síðast við stúlkuna, sem
ef til vill elskaði þig, og legðu þar höndina á
hjartað. Ef þú finnur ekki til þess, að það
berjist hraðara, þá komdu aftur, því að þá
hefir j)ú unnið sigur á liðna tímanum.«
»Eg kem aftur, faðir minn,» svarað' Fab-
ían fast og sorglega, «endurminningarnar eru
eins og vindblærinn fyrir mig, hann fer fram
hjá og stanzar ekki, og .lætur enga slóð eft-
ir sig.*
Hann gekk hægtíáttina. Kvöldsvalinn dró
úr mollunni, sem lagði upp úrjörðinni. Roku-
slæðingar lagði yfir landið.
Hann gekk fyrst föstum fótum, en hægt.
En þegar hann fór að sjá til múrsins milli
þokubandanna, og sá skarðið, fóru fætur hans
að gerast óstyrkvir. Hann fann að hann var
að bíða ósigur, og hann varð hiæddur um
það, — eða voru það etidurminningarnar,
setn risu á móti honum eins og flóðalda?
Rögnin var þung og djúp, og nóttin björt.
Alt í einu hrökk hann saman. Hann sá hvíta
og grannvaxna mynd standa í múrskarðinu.
Hún var eins og álfar, sem svífa á skýjabólstr-
unum í þjóðtrú sumra landa — eða þó líkust
engli kærleikans.
Svo sýndist honum vofan hverfa — en
það var ekki annað en sjónvilling. Hún kom