Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 24
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Bókmeníir. í haust hafa komið út tvö rit viðvíkjandi sögu íslands, svo að ekki er nú hægt að segja að saga lands vors sé lengur orðin eins útund- an, eins og hún var. Rað mátti heldur ekki seinna vera. Annað rilið heitir Dagrenning og er eftir Jón Jónsson sagnfræðing. Pað er hið fjórða rit, sem hann hefir gefið út sérstakt, fyrir utan ritgerðir í öðrum ritum, sem hann hefir gefið út í blöðum og tíinaritum og ritsöfnum, bæði á dönsku og íslenzku. Pessi bók hans er, eins og nafnið bendir til, fyrirlestrar um endurvakn- ingu á íslenzku þjóðerni og þjóðernistilfinn- ingu; eru þeir um Eggert Ólafsson, Skúla Magnússon landfógeta, Magnús Stephensen, Baldvin Einarsson og Fjölnismenn ogjón Sig- urðsson. Efmð er mikið og hugnæmt, en fljótt farið yfir, sem von er til. Fjör og líf er í allri meðferð efnisins, og er auðséð, að höfundur- inn hefir innilega samúð með þessum miklu mönnum, og leggur sig til að reyna að vekja hana eftir mætti —og eg skil ekki annað eu hon- um takist það. Hann ætlar bókina hinum ungu mönnum íslands, til þess að vekja með þeitn dáð og dug, þjóðrækni og ættjarðarást. Og í því skyni helgar hann hana og tileinkar ung- mennafélögum íslands. Rað ættu líka allir ung- ir menn að lesa hana. Hún er einskonar lög- eggjan til þeirra, að taka sér dæmi þessara á- gætu manna til fyrirmyndar. Bók þessi er ágætlega rituð, eins og von- legt er, þar sem Jón sagnfræðingur er annats vegar. Hann hefir bæði ráð á yfirgripsmikilli þekkingu á sögu landsins og á fallegum og sfundum skáldleguni stíl, til þess að gera frá- sögnina laðandi og fagra. En stundum er nú samt nærri því, að oss virðist hin skáldlega söguskoðun hans fara fulllangt með hann, eins og sumstaðar í Gullöid íslendinga. Töfrablæja sagnanna okkar fornu og listin, sem þær eru ritnar með, virðast gvlla fullmikið fyrir honum þessa barbarisku öld vora, söguöldina, En hann er nú ekki einn um það, að verða að hlýða áhrifum listarinnar, svo að hún slái stundum ryki í augu manna, og iáti margt sýnast öðru- vísi en það var. Fjarlægðin er vön að slétta úr giljum og gljúfrum fyrir augum manna — og svipað er það með fjarlægð tímans. Hún sléttir furðanlega úr .misfellum mannfélagsins og setur einhverja fegurða rblæju yfir sumt, sem verður alt annað en glæsilegt, þegar far- ið er að lesa það ofan í kjölinn. Hafi annars ísland nokkurn tíma átt nokkra verulega gull- öld á fyrri tímum, þá hefir það verið friðar- tíminn, frá því að söguöldinni lýkur um 1030 og fram á síðari hluta 12. aldar, og jafnvel framundir 1230, því að þó að við og við kastaðist í kekki með höfðingjunum, stóð það sjaldan lengi, og hver ágætismaðurinn öðrutn meiri höfðu þá hin æðstu ráð á landi hér, bæði biskupar og verzlegir höfðingjar. Annars held eg að gullöld íslendinga hafi aldrei ver- ið til nema í augum skáldanna fyrri en eftir 1870, eða síðan þjóðin hætti alment að drepa úr hor, svelta börn og ómaga og lifa eins og aumingjar. Síðan hefur eignin margfaldast í landinu — skuldirnar hafa reyndar gert það líka — og tíðarandiun hefir stórum breyzt til batnaðar, mentun aukist og öll mannræna, og lífsþróttur þjóðarinnar eflst;ogþó að ekkert af þessu sé enn komið á svo góðan rekspöl sem vera skyld, er það samt á bezta vegi. Og það er einmitt að þakka þessum mönnum, sem Dagrenning talar um. Hún talar um það, hvern- ig þessir tnenn vakna með nýja drauma, nýjar hugsjónir, og eldlegan áhuga til þess að koma þeim fram — sinn á hvern hátt, einn í hverja átt, en allir stefna þeir að sama markinu, sama .miðinu, að reyna að rífa þjóðina upp úr mók- inu og doðanum, tregðunni og viljaleysinu, og gera hana að íslendingum. Rað kostar ær- inn tíma að vekja heila þjóð, kenna henni og ala hana upp. Ressir menn voru heila öld að því — og fæstir þeirra sáu árangurinn af við- leitni sinni, svo að vel væri, nema Jón Sig- urðsson — hann var líka síðastur þeirra og afkastamestur á vtssan hátt, enda stóð hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.