Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 26
24
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ingu til þess að geta fengið það inn í sögu
sína. En hann hefir gert það sem hann hefir
getað, og þökk sé honum fyrir það, að hann
reið á vaðið, þó að ekki sé ætíð riðið vökru.
Eins og við er að bííast, er margt athugavert
í bókinni og ekki allskostar rétt, og sumt enda
gersamlega rangt, en fátt er það, sem neinu
verulegu máli skiftir. Sumt er auðsjáanlega
skakt fyrir slysalegar prentvillur, sem lýta bók-
ina mjög, enda hefir höf. ekki getað lagt hönd
að þeim leiðréttingum sjálfur. Dómar hans
um menn og stefnur eru sumstaðar æði und-
arlegir, og tæplega réttir, t. d. um Jón biskup
Arason (II, 49) og því síður um Magnús Step-
hensen (bls. 188 — 190). Rað er líkast því, sem
hann hafi lesið Vigfús Erichsen um hann og
haft hann fyrir aðalheimild. Og rétt geta þau
ekki verið eða sönn, ummælin um Magnús
Stephensen II, 192, að hann hafi viljað láta
guðs nafn standa sem sjaldnast í sálmabók-
inni, manninn, sem yrkir sálmana: »Hvað ilt
og bágt sem mætir mér» og «Mín gæfa bygð
á guðs náð er.» Og að búskapur Magnúsar
væri í ólagi, getur hver að vísu sagt sem vill,
en það vita allir að ekki er satt. Magnús var
einn þessara fáu íslendinga, sem hafði gleipt
í sig þekkingu þeirrar aldar í öllum hlutum,
og vildi af alhuga gera sem flesta hluttakandi
í henni. Hann sá hvað að var — hvað við
vorum illa að okkur og langt á eftir — og
hann lagði stórfé í það að reyna að bæta úr
þessu, gefa út bækur og reyua að menta þjóð-
iua; en jægar það gekk ekki með góðu og
eins fljótt og hann vildi, þá reiddist hann og
skammaði menn út fyrir myrkravináttu og Ijós-
fælni, orti um þá ný sukkudokkakvæði og las
þeim ómjúkan textann; en nú voru menn
komnir það lengra, að þeir reiddust, í stað
þess að þeir þögðu — bara þögðu, þegar
Eggert Ólafsson var að ögra þeim. Rað er
bágt, að engin góð æfisaga Magnúsar er enn
til, því að með honum yrði sögð menningar-
saga íslands um heilan mannsaldur.
Eg hef tekið þetta fram sem dæmi þess,
sem eg er ekki höf, samdóma um. En þó að
marg't kunni þannig að vera við bókina að
athuga, er luín samt allra góðra gjalda verð,
og margur ungli'ngurinn ætti heldur að lesa
hana en óvandað rómanarusl, sem nú er á boð-
stólum. Og óskandi væri að bókin gengi svo
út, að höf. sæi sér fært að gefa hana út að
nýju og leiðrétta og endurbæta það sem áfátt
er. Það er hvort ið er líklega ekki fyrst um
sinn von á að fá sögu landsins með svipaðri
stærð og þessi er, nem3 því að eins að Bogi
Melsteð herði sig með síðara bindið af þáttum
sínum, sem óskandi væri að hann gerði.
JJ
Skylda
Hvað er skylda? Ast. Ast á því sem er
eins og það er, óbreytt, óskreytt. Ast á heimsk-
ingjanum, svo hann þýðist ráð þín, — spek-
ingnum, svo þú geymir orð hans, — hraust-
menninu, svo það eyði ekki afli sínu að ó-
þörfu, — lítilmagnanum, svo hann þiggi af
þér aðstoð.
Elskaðu, svo þú getir annast aðra þannig,
að þú særir þá ekki í stað þess að græða þá
— svo þú getir þakkað án þess að þylja langa
lofræðu.
Elskaðu, svo þú sleppir engu tækifæri til
að gera gott — svo þú notir ekkert tækifæri
til þess að gera ilt.
Astin er afleiðing af fágun hjartans. Sú fág-
un ein megnar að auka þrótt og mæti — bæði
sálar og líkama.
Einn munað aðeins er óhætt að leyfa sér,
án þess að leggja að veði lífsþróit og heilsu:
þann, að búa öðrum sanna gleði og gæfu með
breytni sinni.
Mtðan dúfur lifa, munu haukar lifa. Og
meðan haukarnir fljúga, munu þeir láta ginn-
ast af háttsemi dúfnanna, — af því þeir eru
dýr og líta aðeins á hið ytra.
Oættu þín fyrir því sem sýnist — og ekki .
er. Þá mun dýrið í þér draga sig í hlé og
maðurinn koma betur í Ijós. Það verður þér
að. gæfu.
En hvað er þá gæfa? Ekki að hata — en
elska. Ekki að vera elskaður —en að vekjaást.
Karl Finnbogason þýddi lauslega.
Prentsmiðja Björns Jónssonar 1911.