Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 9
JAKOA ÆRLEGUR. 57 að hann hélt eg væri.orðinn fullur og bauðst til að halda yfir mér áminningarræður á latínu eða grísku. »Og fari norður og niður öll yðar gríska og latína,« sagði gamli Tumi; »takið þér held- ur undir lag með okkur—eða á eg að syngja einn? Jæja þá —.« »Nú skal drjúgan drekka drepa sorg og ekka, hugsa um hættur sízt, og syngja ljóð—.« »Syngja ljóð,« grenjaði skólameistari, »og hlæja hátt—.* »Hlæja hátt,« tók litli Tumi upp aftur, »og hressa þjóð — .* »Hressa þjóð,« öskraði skólameistari. »og leika dátt—,« »Leika dátt,« hvein í litla Tuma. »og kyssa fljóð—,« »Kyssa fljóð,« hikstaði skólameistari. »og kátir hringja staupum. »Kátir hringja staupum,« tók litli Tumi upp. »Nú glóa glösin full— og syngja ljóð og kyssa fljóð— nú glóa glösin full. • Svo tæmi hver sem kann U grenjaði gamli Tumi og drakk sinn bollaíbotn. »Svo tæmi hver sem kann,« drundi skólameistari og drakk sinn bolla út. »Svo tæmi hver sem kann,« hvein í litla Tuma, hann hvolfdi bollanum sínum. Og svo var haldið áfram þangað til þeir stóðu upp, skólameistari og gamli Tumi og fóru að dansa. En ærið voru þeir valtir á fót- um, og reyndi þó litli Tumi að styðja þá. Loksins valt skólameistari flatur og báðir feðg- arnir kútveltust ofan á hann. Skömmu síðar gengum við Tumi undir skólameistara ofan í káetu og komum honum • bólið. Rar valt hami út af og fór að hrjóta. Gamli Tumi gat ekki staðið, velti sér of- an í káetu og upp í ból sitt og söng sig í svefn. « Eg tók að mér að vera á verði þangað til kl. væri 4 næsta morgun. Tumi fór í bó) sitt, og eg vakti hann á tilsettum tíma og fór að sofa. Morguninn eftir, þegar við áttum að fara af stað, var gamli Tumi kominn upp, og var eins og hann átti að sér. Eg spurði hann þegar eftir skólameistara. »Og hann er ekki hálfbúinn að sofa út. Hann liggur upp í loft þarna niðri og blæs eins og stórhveli. Pað er best að iofa honum að sofa meðan má. Við vekjum hann þegar við komum ofan undir Greenwich. Pótti þér ekki kerlegt nefið á honum í gær, Tumi?« »Eg hef aldrei nokkurntíma séð annað eins stefni.« »Pá verður það nú mun stærra, þegar hann kemur upp, því nú er það svo bólgið, að það er digrara en brennivínsflaskan.« Svo fórum við að búa okkur af stað; veð- ur var hið fegursta enn allkalt og gott til þesS að kæla í því heitt höfuð. Eg fór nú ofan til að vekja skólameistara. En hvernig sem eg reri á honum dugði það ekki hót, þangað til eg setti stóra hrúgu af neftóbaki fyrir nefið á honum og kom því upp í það. En — guð minn góður»— þvílíkt nef. Annað eins hlass hef eg aldrei séð í manns- andliti á æfi minni. Gamli Tumi hafði hlamm- ast ofan á það eins og hann var þungur til, og svo hafði það blásið upp í reiði sinni og var nú eldrautt og gljáði á það altsaman. Pað var skólameistaranef í reiðinnar ham. Lokst tókst mér þá að vekja hann. Hann leit upp og þekti mig þegar. »Æ, Jakob minn, hvað er það, sem þyng- ir eins og blý á höfði mínu ? Hvar er nú minn- ið mitt —hvar er eg?— Æ eg man það. Sárt kennir mig nú til í höfðinu —sárara í hjartanu. Ó að eg gæti gleymt því að eg gleymdi sjálf- um mér. Og eg hef gleymt öllu, sem gerðist í nótt. Dúx vinur, þér hafið ekki reynzt mér vinur; þér hafið leitt mig á glapstigu með þess- um undarlega drykk —en hvað eg hef lækkað að virðingu fyrir sjálfum mér. Hvernig á eg 8

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.