Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 8
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. getur ekki felt sig við það vanalega. — Eg álít ekki neina ástæðu til þess að bera áhyggjur hans vegna. Ef til vill hefur þessi unga stúlka lag á að halda lionum í skefjum. Rað er ekki hægt neitt um það að segja enn.« »Já, það vildi eg að -guð gæfi,« sagði greifa- frúin og stundi við. Nú opnuðust dyrnar og inn kom ung stúlka á að gezka 25 ára. Þegar presturinn sá hana brá fyrir kærleiksglampa á andliti hans, og hann stóð strax upp og heilsaði henni innilega. Hún brosti blíðlega til hans og sagði vingjarnlega: »Jæja, herra prestur, hefur yður nú tekist að hughreysta mömmu? Eg hef verið að biðja hana að búa sig undir að taka á móti ungu hjónunum. Eg kallaði á herbergisþernuna þína, mamma, og hún hefur tekið alt til sem þú þarft að nota. Pú þarft ekki annað en að fara í gráa silkikjólinn þinn, sem breytir útlit þínu þannig, að þú sýnist tíu árum yngri. Vertu nú væn og elskuleg, mamma mín, og farðu nú að klæða þig í sparifötin. Eg skal skemta prestin- um á meðan. Greifafrúin varpaði mæðilega öndinni um leið og hún stóð upp og gekk þegjandi út úr stofunni. Dóttir hennar brosti, sneri sér að prestinum og mælti: »Hvernig líst yður, herra prestur, á þetta nýja »Gunthersverk«. Haldið þér ekki, að gömlu karlarnir og gömlu konurnar niðri í grafhvelf- ingunni í kirkjunni, snúi sér við í líkkistunum? JVlér finst þetta alt svo líkt gamanleik. En mamma tekur sér þetta svo ákaflega nærri, að eg kenni í brjósti um hana.« »Eg hef sagt móður yðar mína skoðun á málinu,* sagði presturinn. »En nú Iangar mig til að heyra yðar skoðun á málinu, ungfrú Elísabet.« Elísabet hnyklaði brýrnar lítið eitt og horfði hugsandi út um gluggann. Elísabet von Randau var fögur stúlka. Hún var í meðallagi há og heldur grönn en sam- svaraði sér þó rétt vel. Andlitsliturinn var hvít- ur og örlítill roði í kinnunum. Fagurmynt og augun í stærra lagi, grá að lit og gáfuleg. Hún var skjót í öllum hreyfingum og gáfuð stúlka en dálítið glettin. Nú varð maður ekki var við gletnina, er hún horfði á gamla prestinn og svaraði spurn- ingu hans með blíðri og hljómþýðri röddu. »Eftir minni reynslu,* sagði hún hægt og gætilega, »eru meiri líkur til þess að gáfnasljór og hæggerður maður verði hamingjusamari í hjónabandi en maður, sem er örgerður og hef- ur næmar tilfinningar. Pað er einnig alkunna, að það er illa hægt að samrýma hamingju og örar tilfinningar. Mér er kunnugt um að bróðir minn er maður örgeðja, og sakir þess hef eg hálfgerða óbeit á þessu hjónabandi.« »Pað er svo mikil speki fólgin í orðum yðar, elskulega barn, að hægt væri áð álykta af þeim, að þér væruð orðin hvít fyrir hær- um,« sagði presturinn. Elísabet horfði framan í prestinn, og brá nú fyrir á andliti hans háðbrosi, því næst fór hún að skellihlæja. »En hvað segir móðir yðar um þetta hjóna- band ?« spurði presturinn. »Alt er nú undir henni komið,« sagði El- ísabet. »En vesalings mamma þorir ekki að segja neitt við mig, sakir þess, að það er al- kunnugt, að eg hef gagnólíkar skoðanir og hún á þessum málefnuum. En getið þér trú- að því,« hélt hún áfram og roðnaði lítið eitt, »að jafnvel mér, sem áleit mig vera Iausa við allan hégóma, finst, að móðir mín hafa hér lög að mæla. Og það verð eg að segja, að kona Gunthers verður að vera fögur og aðlaðandi, ef eg á að geta gleymt því, að hún er ekki af aðalsættum.« Áður en presturinn gæti svarað, ók vagn upp að höllinni. Elísabet stökk á fætur og kallaði: »þarna koma brúðhjónin,«og svo hljóp hún út til þess að bjóða þau velkomin. II. KAPÍTULI. Pegar greifafrúin og Elisabet komu út, hafði greifinn tekið konu sína ofan úr vagninum. Stór St. Bernharðshundur hljóp í kringum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.