Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 12
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 8 Okkar ástarsæla er mín og þín eign og engra annara. Kom þú hingað og halla höfði þínu að brjósti mínu. Finnur þú nú ekki, að þú ert það háleitasta og göfugasta, sem mig hefur nokkru sinni dreymt um?« Hann ætlaði að kyssa hana, en hún sneri sér undan. »Er þetta alt satt, Giinther?* spurði hún. »Litla mær, þú spyrð eins og þú vissir ekki annað til fegurðar, en það, sem þú hefur um hana lesið í fagurfræðinni, eins og þú vissir ekki annað um guðrækni en það, sem þú hef- ur lesið í trúarjátningunni, og vissir ekki ann- að um Sviss en það, sem þú hefur lesið í Baedecker. Þú hégómlega seytján ára gamla barn. Heldur þú að mér hefði hlotnast sú gæfa að ná ástum þínum og gera þig að konu minni, ef eg hefði ekki elskað þig meira en alt annað í þessum heimi.« Snarpur vindur blés nú nokkur augnablik, svo það þaut í trjánum en svo varð alt aftur hljótt. Svart ský dró fyrir tunglið svo aðeins stóð dálítil rönd út undan, sem leit út eins og bráðið silfur og langt í burtu heyrðist dá- lítið báruhljóð eins og ómur af söng í fjarska. Greifinn faðmaði konu sína að sér og kysti hana en hún virtist vera hálf-feimin. Hár henn- ar féll eins og slæða yfir þau bæði, og andar- dráttur hennar kom eins og svalur andvari á kinnar hans, sem voru brennheitar. Og þegar hann beygði sig aftur og ætlaði að kyssa hana vék hún sér undan og sagði lágt: »Móðir þín er reið við okkur, Gúnther — og það er eðlilegt. Rað hefði verið betra fyrir okkur bæði að bíða dálítið og fá samþykki hennar.« »Segðu ekki þetta,« sagði hann og kysti hana. »Heyrir þú ekki hverju sjórinn er að hvísla? Veiztu ekki af hverju þýtur svona í trjánum? Skilurðu ekki þetta, Margrét? Vertu kyr og hlustaðu.* Hún andvarpaði og lokaði augunum og hallaði sér upp að brjósti hans. III. KAPÍTULI. »Nú er meira en hálf klukkustund liðin síð- ap hestunum var beitt fyrir vagninn, og þeir verða sjálfsagt teknir frá vagninum eins og í gær og fyrradag, áður en farið er að nota þá. Pað er ótrúlegt, aðjGúnter skuli gera sig hlægi- legan í augum allra manna, með því að láta undan dutlungum Margrétar,* Meöan greifafrúin sagði þetta, stóð hún við gluggann á setustofunni og horfði svipþung á hestana fyrir vagninum, sem stöppuðu hófun- um í jörðina af óþolinmæði. Elísabet sat við sauma sína. Hún leit nú upp og sagði með hægð og stillingu: »Pað eru nú ekki nema sex vikur síðan þau giftust, og enn þá hugsa þau ekki um annað en sjálf sig. Og eg get ekki Iáð þeim, þótt þau dragi eins lengi og hægt er að heim- sækja fólk, sem þau hafa enga skemtun af að heimsækja.« »Eg lái henni það nú samt, Elísabet. Og ef eg væri ekki viss um, að Margrét mundi reiðast mér, þá mundi eg segja henni, að þetta væri áreiðanlega vísasti vegurinn til þess að missa ást Gúnthers. Hvað heldur þú, að hann þoli henni þetta lengi ?« »Eg er viss um, að Margrét verður ekki lengi svona. Eg er einnig alveg viss um, að Gúnther þykir vænt um Margrétú framvegis, þótt hann ef til vill elski hana ekki á sama hátt og nú.« Elísabet stóð nú upp, gekk til móður sinn- ár, kysti hana á ennið og sagði: »Nú ætla eg að fara upp til Margrétar og tala við hana. Eg er nærri því vi?s um, að hún er farin að búa sig til ferðar.« Pegar Elísabet var komin upp í stigann, heyrði hún hláturinn úr mákonu sinni, og er hún opnaði dyrnar, lá hún á legubeknum, klædd morgunklæðum sínum. Gúnther sat á lágum fótastól við hliðina á legubekknum. Hún strauk hár hans, en bókin, sem hann hafði verið að lesa í, lá á gólfinu. »Eruð þið ekki ferðbúin enn þá?« sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.