Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 22
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. bréf, sem færði henni nýjan og skýrari vott um þrosakleysi sonar hennar, setti nýjan blá- þráð á lífsþráðinn, sem slitnað gat, þegar minst varði. En hún vonaði að þessu mundi létta af, þegar Hermann vitkaðist betur, og reynslan kendi honum að lifa. Og ef henni entist aldur til að sjá hann vaxa upp úr þessu foraði og taka göfuga og veglega lífsstefnu, þá væri hún ánægð, þá væri borguð öll hennar aflraun við örbirgð og vanheilsu, þrátt fyrir þessar misfellur. Ress vegna lifði hún enn þá, lifði á þess- um vonarneista og trú á giftu sonar síns, sem henni fanst ómögulegt að biði ósigur. Hann, sem hún hafði gefið alt sitt helgasta og bezta, allan sinn kærleik, umhyggju og lífs- reynslu, allar sínar hugsjónir, vonir og þrár. Henni fanst það óbærilega þungur dómur af örlögunum, ef það bezta, sem hún hefði átt, færi þannig forgörðum. Hún gat ekki og vildi ekki trúa því. Nú sjáum við hana sitja eina út við glugg- ann á herberginu sínu, baðaða í geislaflóði sumarsólarinnar, eins og hið »góða guðsauga« vildi þó vaka yfir henni og tendra lífseldinn í þessari úttauguðu en hreinu sál. Hólmfríður var að lesa endirinn á sögunni »A Guðs vegum« eftir Björnsson. Regar hún var búin með hana lokaði hún henni og horfði út í gluggann. Hnn tók upp síðustu orðin í sögunni: »þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir.« Hurðin á herberginu opnaðist. Vinnukon- an kom inn með bréf. »Hann Þórður var að koma neðan af Eyri, og kom með þetta bréf til þín.« Hún rétti Hólmfríði bréfið. Hún lagði frá sér bókina og tók við því. Hún þekti utanáskriftina, það var frá Þórdísi. Hvernig stendur á því, að Hermann kem- ur ekki með Rórði ? Ætli hann hafi ekki komið með þessari skipsferð ? Nefndi Rórð- ur þaðnokkuð?« »Já, hann sagðist hafa tekið þetta bréf hjá Hermanni.* »Nú, þá hefur hann komið.« Hólmfríður varð dálítð forviða á því, að Hermann skyldi ekki hraða sér meira en þetta. Hann hafði komið með skipi á Eyrina þennan dag, og ætlaði sér að dvelja heima þennan sumarpart, þangað til hann færi f skólann aftur. »Rú gefur honum Rórði eitthvað að borða,« mælti Hólmfríður við vinnukonuna. Hún fékk eitthvert hugboð um það, að þetta bréf hefði ekki neinar gleðifregnir að færa frekar en hin, svo hún vildi lesa það í einrúmi. Vinnukonan gekk út. Hólmfríður opnaði bréfið og las: Kæra Hólmfríður! Rótt þú fáir nú son þinn heim, og getir látið hann segja þér alt af létta um sig og sína hagi, og annað það, sem þig langar til að vita, þá vildi eg þó skrifa þér nú — eins og áður — hvernig komið er högum haris við- víkjandi Iærdómnum. Rú hefur beðið mig að segja þér alt, dylja þig einskis um framferði hans, og í trausti þess, að þú munir það, segi eg þér alt án undandráttar. Skömmu áður en upplestrarfrí byrjaði, fór að falla úr dagur og dagur, setn Hermann kom ekki í tíma, án þess að hann væri veikur eða hefði aðrar gildar ástæður. Eg sé ekki ástæðu til að lýsa því fyrir þér hvernig hann eyddi þessum dögum. Rað er ekki til annars, en að bæta enn þá meira. eitri i kalcikinn. Eg spurði hann eitt sinn að því, hvort honum væri alvara að eyðileggja framtíð sína, og hvort hann væri búinn að gleyma þeim orðum, sem eg vissi að þú hafðir talað við hann þegar þið skilduð. Hann svaraði góðu til, en hvað enga hættu með sig, það skyldi enginn bera kvíðboga fyrir framtíð sinni þess vegna. En það væri altaf gott að hressa sig upp á milli, og kynnast öllum hliðum Iífsins. Og hvað þennan skóla snerti, þá væri óskap- legt ófrelsi ríkandi innan vébanda hans, og eng- inn væri betur farinn fyrir það , þó hann léti kreppa sig, á meðan maður hefði kraft og löngun til að rétta úr sér. Nógur tíminn, þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.