Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 25
ÚR FJÖTRUNUM. 21 »Ekki neitt alvarlega hugsa eg; það Iíður frá aftur.« Röddin var hljómlaus og titrandi. Viltu biðja hann Rórð að finna mig, ef hann er heima við. Stúlkan játti því og fór. Að stundu liðinni kom Þórður. Hvað er að frétta hjá þér, Rórður minn? Hvar tókstu bréfið, sem þú komst með?« »Eg tók það hjá Hermanni. Hann bað mig fyrir það vegna þess, að hann gat ekki komið heim fyrri en á morgnu. Hann bað að heilsa þér.« V'ar hann heilbrigður sýndist þér?« spurði Hólmfríður. »Ekki gat eg séð annað.« Rórður roðnaði og leit niður á gólfið. Hann hafði ekki hjarta til að segja henni, að Hermann hefði verið fölur og þreytulegur, gerólíkur að útliti og þegar hann sá hann síðast. »Þú hefur skilið Sörla eftir hjá honum,« mælti Hólmfríður. »Já, hann sagðist koma tímanlega á morg- un. Eg flutti kofortið hans heim. Það stend- ur úti. Það væri betra að koma þvi inn.« »Berðu það upp í herbergið hans« Hófmfríður tók svo nærri sér að tala, að hún stundi við hverja setningu. En Iöngunin til þess að vita eitthvað nánar um þennan heim- komna skipsbrotsmann, son hennar, var sárs- aukanum yfirsterkari. Þórður gekk út dapur í bragði. Friður kvöldsins lagðist yfir bygð og ból. Svefnenglarnir flugu um og lokuðu þreytt- um augunum. Náttúran hvíldi sig undir nýj- an dag og nýja baráttu. í sál Hólmfríðar var einnig hvíld og friður. En það var dauðafriður á eftir síðasta storm- inum, friður, sem boðaði enn þá meiri og dýpri ró. III. Um hádegi daginn eftir kom maður ríð- andi utan grundirnar að Felli. Hann sparaði ekki reiðskjótann. Var Iljótt auðséð að maður og hestur voru samvanir, svo fimlega fórst báðum. Það var Hermann á Sörla. Þegar hann kom heim undir Fellshúsið hægði hann reiðina og fór hægt í hlaðið. Hann leit yfir húsið og túnið og upp í ið- græna hlíðina. En engan gleðiblæ var að sjá á honum yfir bví, að vera kominn heim eftir nærfelt fjögurra ára burtuveru. En Sörli hneggj- aði ánægjulega, þegar hann stanzaði á hlaðinu. Hermann steig af baki og strauk klárnum, Iend og brjóst. Hann var rennsveittur. »Nú, þú ert svona sveittur Sörli minn, þetta gerir óvaninn. Þegar eg er búinn að vera hérna viku eða hálfan mánuð skaltu ekki hitna svona hérna neðan af Eyrinni. Heldurðu ekki að það verði tilvinnandi að fá sér sprett og sprett hérna fram dalinn í öðru eins veðri og þetta? Jú, við skyldum halda það.« Á meðan hann talaði klappaði hann Sörla um hausinn. Siðan tók hann af honum reið- tygin og slepti honum í túnið. Að því búnu gekk hann rakleitt inn í húsið. Hann fór beina leið að herbergi móður sinnar og drap á dyr. »Kom inn, barnið mitt!« var sagt fyrir innan, með svo veikri rödd, að varla heyrðist. Hólmfríður hafði heyrt hneggið í Sörla og vissi hver var að koma. Hermann opnaði og gekk rösklega inn. Hann sá móður sína liggja í rúminu hvíta fyrir hæruin og ósegjanlega dapra og þreytulega. Honum brá ónotalega »Sæl og blessuð mamma!« Hann beygði sig ofan að henni og kysti hana. • Komdu sæll, elsku drengurinn minn ! Hún vafði höndunum um hálsinn á honum. Hann færði stólinn að rúminu og settist á liann. »Ertu lasin, mamma? Hann tók í hönd móður sinnar. »Ó, já, eg er ekki vel frísk, og er ekki orðin sterk á svellinu, sonur minn.« Það varð ofurlítil þögn'. Hóhnfríður starði á son sinn. Hún ætlaði að iesa í andliti hans rúnirnar, sem þessi ó- heilla-ár höfðu sett þar, hvað þær væru djúp-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.