Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 27
ÚR FJÖTRUNUM. 23 að gleyma því og hættur að hugsa um það, að hann var kominn heim með þá þyngstu niðurlægingu, sem nokkur unglingur getur hrept: burtrekstur úr þeim skóla, sem hann ætlar að sækja í sannleika, þekkingu og þroska, vopnin í lífsbaráttunni. Hermann fann ekki til neinnar gleði við það að sjá aftnr herbergl sitt, sem hann hafði dreymt í alla sína drauma um veg og gengi fullorðinsáranna, þar sem móður- og föður- hendur höfðu hjúkrað honum og hjálpað, og foreldraástin sáð fyrstu þekkingarkornunum í sál hans. Hann varð naumast var við þá breyt- ingu, sem orðinn var á honum sjálfum. Sein- ast þegar hann fór úr þessu herbergi átti hann hug sinn fullan af fegustu þrám og vonum og brennandi löngun til frægðar og frama, og sál sína óspjallaða og heilbrigða og glaða í Ijóma æskuáranna. En nú ? Allir djörfustu og beztu ásetningarnir horfnir út í veður og vind, löng- unin til að vinna ný lönd í heimi þekkingar og þroska dáin og grafinn fyrir löngu, og sál- in þreytt og nautnasjúk. Hann I.eit með daufu bragði yfir herbergið. »AIt það gamla! Ekkert nýtt! Rað er þreytandi, eð fara að ganga á þessum gömlu vegum aftur.« Hann geispaði letilega um leið og hann klæddi sig úr treyjunni. »Rað er annars ekkert skemtileg heimkoma: mamma lasin og stelpan og Rórður hvort öðrn vitlausara. Enginn sem hægt era að tala við orð af viti eða gleðja sig með. Jæja, þá verð- ur maður að vera því hugvitssamari sjálfur og finna upp eitthvað til dægrastyttingar.« i, Honum datt Sörli í hug. »Sörli! Hann skal svei mér fá að hlaupa af sér mesta spikið. Rað verður það eina til gleði hvort sem er-« Um leið og hann klæddi sig úr treyjunni hafði Ijósmynd dottið úr vasanum ofan á gólf- ið. Regar hann varð hennar var laut hann niður og tók hana upp. Hún var af Hermanni og Ijóshærðri, snot- urri stúlku. Rau héldu á vínglösum og voru eins ánægð á svipinn og glöð eins og þau væru nýbúin að gefa mannkyninu þá hamingju sem því nægði um allar aldir. Hann horfði brosandi á myndina. Hildur! Bara að Hildur væri komin! þá skyldi vera glatt á hjalla ! Rað er annars bezta stúlka hún Hildur, heldur »sentimental« samt. Jæja, þær eru allar góðar í ganginn.* Hann stakk myndinni niður í kofort hjá öðrum fleiri. Rar var mesti fjöldi samankom- inn af slíku tægi. Eftir nokkra stund var - Hermann sofnaður og farinn að dreyma um glaum og gleði suð- ur í Reykjavík. Rar var hugurinn í vökunni og þangað leitaði undirvitundin, þegar hún fékk að leika lausum hala. Eti alt í einu var hann kominn heim. Hann stóð á hólnum fyrir utan Fell. Honum fanst í draumnurn, að hann vera undarlega gróinn við hólinn; og alt í einu fór hann að síga ofan í jörðina. Með óumræðilegri skelfingu og angist reyndi hann að losa sig. En glufan varð altaf stærri og stærri, og hann sökk altaf dýpra og dýpra. Pað var eins og ósýnilegar mundir drægju hann lengra og lengra. Rétt þegar hóllinn var að lykjast saman yfir höfði hans heyrði hann vængjaslátt yfir sér. Hann Ieit upp, og sá móðúr sína vængj- aða svífa ofan að sér. Hún rétti honum ann- ann vænginn. Hann greip utanum mjallahvítar og silkimjúkar fjaðrirnar, og á sama augnabliki var hann kominn upp á grasigróna jörðina. Hermann vaknaði í svitalöðri. »Rað var Ijóta vitleypan, sem mig var að dreyma núna«! Mamma vængjuð, og eg á leiðinni ofan í hólinn. -- Það er annars undarlegt að mamma skyldi vera vængjuð. Nei, það er einmitt samkvæmt draumnum: eitthvað sem ómögulega getur átt sér stað, það bera þeir á borð fyrir menn.« Eftir augnablik var hann steinsofnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.