Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 29
ÚR FJÖTRUNUM. 25 Hermann var á augabragði búinn að gleyma sjúkléik móður sinnar, og kominn á fiugaferð á Sörla út á grænar grundir. Hólmfríður leit hryggum augum á son sinn. Við því hafði hún allra síst búist, að Her- mann gæti skemt sér undir þessum kringum- stæðum. Nú sá hún til fulls hvílíkt ógnardjúp búið var að grafa á milli þeirra. Og móður- hjartað skalf við þá tilhugsun, að henni mundi ef til-vill ekki endast aldur til þess og kraftar að leggja brú yfir þetta djúp. Hún svaraði ekki spurningu Hermanns strax. Hún var að hugsa um, hvort hún ætti að reyna til þess að komast inn að hjarta sonar síns og bræða utan af því þann ís kæruleysis og og nautna, sem hún fann að var að heltaka það. Hún leit á Hermann, sem ennþá beið óþolinmóður eftir svari uppá spurningu sína og mælti í innilegum en alvarlegum rómi. »Rú mátt mín vegna skemta þér eins og þú vilt, sonur minn, þó það sæmi ekki tvítugum manni að láta það sitja í fyrirrúmi fyrir öðru nauðsynlegra. En fyrst langar mig að spyrja þig að einni spurningu, Hermann: »Hefurðu aldrei gert þér grein fyrir því eða hugsað um það hversvegna það er heilög skylda okkar mannanna að vinna, að starfa að einhverju, annaðhvort líkamlega eða and- lega, og að iðjuleysið er okkar þyngsta og mesta böl?« Hermann varð steinhissa. Hvað átti það að þýða af móður hans, að spyrja hann nú •svona alvarlegrar spurningar. Honum varð 'ógreitt um svar. »Eg veit þú ert of gamall og hefur hugsað of mikið til þess að láta þér koma til hugar, að við mennirnir séum einskonar taflmenn, sem settir eru á skákborð lífsins og færðir til án vitundar okkar og án þess, að við getum nokkur áhrif haft á það.« »Ekki ert þú örlaga-trúar, móðir mín,« mælti Hermann. Hann fór undan í flæmingi. »Nei, það er eg ekki, þó eg viti að utan við þetta líf okkar er einhver æðri máttur, sem heldur heimsrásinni í skorðum. En eg trúi því ekki, að þessi máttur, grípi inn í hvert ein- staklings líf í öllum þess margbrotnu myndum. Nei, sonur minn, okkur mönnunum er sjálfum ætlað að hefja okkur og brjótast áfram til meiri og meiri þroska, því til þess höfum við næga hæfi-leika, ef allir væru notaðir eins og skyldi.« Síðustu orðin stungu Hermann eins og odd- ar, þó þau væru sögð í svo innilegum málróm að móðurástin Ijómaði af hverju orði. Hann fann óljóst til þess, að nú hlyti að skríða til skarar, nú yrði liann að bera hönd fyrir höfuð sér fyrir þau afdrif sem hann hafði hlotið við skólann. En hann vissi að hann stóð svo illa að vigi, að ráðlegast mundi fyrir hann að grípa til þess úrræðis, sem vonlegast og happadrýgst er, þegar íllur er málstaður: að taka öllu með þögninni. Hann tók bók á borðinu og blað- aði í henni aftur og fram. Hólmfríður dreypti á vatnsglasi, sem stóð á borðinu hjá henni, og þerraði svitadropana af náfölu andlitinu og hélt áfram: »Hefurðu aldrei tekið eftir því, Hermann, að við mennirnir erum allir að meira eða minna leyti þjófar. »Okkur er öllum fengið við fæðinguna pund, sem okkur er ætlað að ávaxta í sjálfum okkur og nota sem best til þess að styrkja hver annan á Ieiðinni miklu og örðugu að markinu. Ressi pund eru hæfileikar okkar, líkamlega og andlega. Og væri ekki óguðlegt vansmíði af náttúrunnar hendi að búa okkur þessum hæfi- leikum, ef ekkert væri með þá að gera? Jú! En því er* ekki þannig varið. Hverjum einasta streng í okkur er ætlað að renna inn í samhljóm- inn mikla, sem syngja á mannkynið fram til lífs og Ijóss. »En hvert er þetta verk, sem öllum þessuin fjölda er ætlað ?ð vinna að í sameiningu? Rað er þroskastarfið mikla, barnið mitt, starfið, sem á sífelt að flytja okkur lengra og lengra, nær og nær því að verða það fegursta og b?sta, sem í mannshugann hefur komið, inn á framtíóar- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.