Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 41
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN. 37 öld voru menn að mun hyggnari í þessum efn- um ; þá gerðu menn dauðann ekki eins skugga- legann og nú; og ef til vill var það meðfram af því, að þá tíðkaðist önnur og betri aðferð til þess að uppleysa líkamann, aðferð, sem var þeim ólíkt betri, sem skildi við hann og sömu- leiðis eitthvað hollari fyrir þá, sem eftir lifðu, auk þess sem þeir þurftu ekki að láta hugann dvelja við rotnaðan líkama ástvina sinna niðri í moldinni. í fornöld vissu menn meira um iífið eftir dauðann, og af því að þeir vissu meira, hörmuðu þeir minna. Vér verðum fyrst af öllu að gera oss Ijósa grein fyrir því, að dauðinn er, og hlýtur líka að vera, alveg eðlilegur atburður í lífi voru. Og þetta er ekki nema það sem hver maður hefði átt að geta sagt sér sjálfur. Því að ef vér trúum annars á guð sem kærleiksríkan föður, þá ætt- um vér að minsta kosti að geta gert ráð fyrir, að dauðinn, sem liggur fyrir oss öllum, getur ekki verið neinn óheilla atburður í æfi manna. Hvort sem vér erum hérna eða hinumegin graf- ar, þá erum vér jafn óhultir í höndum höfund- ar tilverunnar. Trúin á guð hefði ein átt að nægja til þess að útrýma öllum ótta og kvíða fyrir dauðanum, og koma mönnum í skilning um, að hann er aðeins nauðsynlegt skref á fram- farabraut vorri. Kristnar þjóðir ættu ekki að þurfa að láta guðspekina konia og kenna þeim að líta rétt á dauðann, skoða hann sem vin en ekki sem óvin. Og þær hefðu heldur ekki þurft þess, ef kristindómurinn hefði ekki glatað mörgum hinum beztu erfðakenningum sínum. Rað er orðið að vanaviðkvæði með kristnum mönnum, að yfir dauðaa’júpið komi enginn aftur. í augum meginþorra manna er dauðinn geigvænlegt kafhlaup ofan í eitthvað — eitthvert myrkradjúp, setn enginn botnar í. í þessum efnum, — éins og svo mörgu öðru, flytur guðspekin fagnaðarboðskap til Vesturlanda. Hún kemur með þau tíðindi, að hinumegin grafar sé ekkert óransakanlegt myrkur, heldur Ijósheim- ur, þar sem látnir ástvinir vorir eru enn á lífi. Og oss getur gefist kostur á að sjá og athuga þetia nýja heimkynni þeirra að sínu leyti cins og vér getum séð og athugað húsin og göt- urnar, þar sem vér sjálfir eigum heima. Vér höfum undanfarið hrætt sjálfa oss með ímynd- uðum og óeðlilegum hugmyndum um dauðann. Oss hefur farið líkt og börnum, sem segja hvert öðru draugasögur, þangað til þau þora sjálf ekki urn þvert hús að ganga. En vér þurf- um ekki annað en afla oss ábyggilegrar þekk- ingar í staðinn fyrir að vaða í villu og svima í þessum efnum; þá hverfur öll þessi hjátrúar- kenda myrkfælni við dauðann eins ogaf sjálfu sér. Vér eigum ekki dauðann yfir oss sem ægilegan skuggavald, hann er engin beinagrind með sigð i hendi, reiðubúin til að höggva sundur lífsþráð vorn. Rað mætti miklu frem- ur líkja honum við skínandi engil, er heldur á gulllykli og Iýkur upp fyrir oss og leiðir oss inn á fegri, æðri og fullkomnari tilverustíg. En eg geri nú ráð fyrir að sumir muni segja sem svo: »Já, þetta lætur nú allvel í eyr- um. En hvernig getum vér gengið úr skugga um, hvort þetta er satt og rétt?« Menn geta aflað sér ábyggilegrar þekkingar á þessum efn- um með ýmsu móti. Það má heita að sann- anirnarfyrirlífinu eftir dauðann sé alveg við hend- ina, ef menn vilja aðeins hafa fyrir því að safna þeim saman og athuga þær. Það er til dæmis óhætt að fullyrða, að í öllum þeim löndum, sem bygð eru, er hægt að fá áreiðanlegar sagnir og sannanir fyrir því, að menn hafi komið aftur yfir dauðadjúpið, eða með öðrum orðum: birst eftirlifandi ástvinum sínum eða félögum. Ef þeir koma þannig aftur nefnum vér þá svipi eða vofur. Sú var tíðin, að enginn þótti maður með mönn- um, sem henti ekki gaman að öllum slíkum sögum. Það var talið bera vott um ófyrirgefan- lega heimsku og hjátrú að gera ráð fyrir að nokkur fótur væri fyrir hinum svo nefndu svipa- eða vofusögum; en nú er öldin önnur. Það hefir dregið ótrúlega mikið úr öllu slíku hjátrúarhjali síðan vísindamenn eins og til dæmis þeir Sir William Crookes og Sir Oliver Lodge og ýmsir fleiri mikilsmetnir menn og þar á meðal Bal- four forsætisráðherra Englands gerðust ötulir starfsmenn þess félagsskapar sem hefir unnið af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.