Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 45
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN. 41 að hann finnur ekki framar til líkamlegs sárs- auka eða þreytu. Og ef menn geta gert sér nokkurnveginn Ijósa grein fyrir, hvílík breyting til batnaðar það er, fá þeir þegar dálitla hug- mynd um hvað hið æðra líf er í raun og veru. Reyndu að gera þér sem ljósasta grein, þó ekki væri, nema fyrir þessu eina atriði, þú, sem hefur ekki af öðru en stríði og erfiðleikum að segja, og hefur varla mátt gefa þér hæfilega langan hvíld- artíma árum saman. í öðrum heimi hlýtur þú þá hvíld, sem þú hefur þarfnast hér og finnur þar aldrei til sársauka né þreytu. Hér í álfu er skilningi manna á ódauðleikakenningunni víða svo ábótavant, að margir látnir menn telja það víst, að þeir lifi jarðnesku lífi sökum þess að þeir geta hugsað: »Egerekki dauður,« er vana viðkvæðið hjá mörgum. »Eg lifi nú eins og eg hef Iifað, og er meira að segja miklu betur !if- andi nú en nokkru sinni áður.« Og það er auðvitað satt, sem þeir segja, en það hefði ekki átt að koma svo flatt upp þá, ef þeir hefðu hlot- ið ábyggilega fræðslu um lífið eftir dauðann. Stundum taka þeir þá fyrst eftir því, að þeir geta ekki látið vini sína heyra til sín, jafnvel þótt þeir standi rétt hjá þeim, og sömuleiðis geta þeir ekki fest hendur á þeim, ef þeir ætla að vekja athygli þeirra á sér með því að koma við þá. Og þó er ekki víst að þeir átti sig á þessu; þeir reyna þá að telja sjálfum sér trú um, að þá sé aðjdreyma, og vona að þeir vakni bráðum aftur. Svo þegar hinir Iifandi vinir þeirra sofna, geta þeir verið með þeim og talað við þá um alla heima og geima eins og ekkert hafi í skorist. Smátt og smátt komast þeir þó að þeirri niðurstöðu, að þeir séu ekki lengur í lif- enda manna tölu og þá fer þeim mörgum ekki að lítast á blikuna. Og hvers vegna? Auðvitað vegna þess, að það Iítið, sem þeiin hefur ver- ið kent um lífið eftir dauðann, hefir verið mjög svo ábótavant. Peir geta þá ekki áttað sig á því, hvar þeir eru eða hvernig í öllu liggur, þegar þeim virðist ekkert koma heim við það sem þeim hafði verið kent. Mörgum manni verð- ur þá eitthvað líkt að orði og nýlátnum ensk- um hershöfðingja einum; hann sagði: »Nú, ef eg er dauður, hvar er eg þá? Sé þetta himna- ríki, þá þykir mér furðu lítið til þess koma, en ef það er helvíti, þá er það þó miklu skárra en eg bjóst við.« (Meira.) Bókmentir. »Valur« hefir gefið út annað smásögusafn, — hann gaf út Dagrúnir í fyrra — sem hann kallar Brot, sögar úr ísltnsku þjóðlifi. í kveri þessu eru 5 sögur og má utn flestar þeirra segja, að þær séu brot, þ. e. einstök atvik út úr mannlífinu tekin til meðferðar. Og það væri synd að segja, að það væru bjartari hlið- arnar á mannlífinu, sem þær eiga að sýna. 4 af þeim enda með dauða, Hrólfur veikist og deyr af ofraun við það að hjálpa manneskju sem hann vill alt til vinna að lifi, þó að hún hafi aldrei sýnt honurn það, að það væri svo mikið í sölurnar leggjandi fyrir hana. Og hún finnur það á eftir, þegar það er orðið ofseint, að það er í rauninni háðungarplástur á sam- viskusár hennar að Iáta drenginn sinn heita eft- ir honum, sem hún átti lífiðað Iauna. Og fa!I- ega er það til orða komist af höf. að segja, að það væri skírn, þegar tárin hennar hrutu ofan á ennið á barninu. Önnur sagan segir frá því, hvernig harðlynd og tilfiningarlaus hús- móðir fer að kvelja lífíð úr munaðarlausum drengauminga. F*að á sér tæpast stað nú á dogum, en það var til, þó skömm sé frá að segja. Ein sagan greinir frá brjóstveikum, blá- fátækum karlauminga, sem finnur rekinn hval, og verður svo mikið um, að hann gengur sér harðara en hann má til að segja til hvalsins, svo menn gætu fest hann. Auðvitað fær hann engar þakkir fyrir, en legst veikur og deyr af áreynsl- unni. Tilþrifamesta sagan er »Örðugleikar«, sögn af bláfátækum verkamanni, fjölskyldumanni í kaupstað; hann á ekki skap saman við konu sína; hún er honum erfið, meira af því að baslið og fátæktin gerir hana dapra og kaldlynda, en af því að hún sé Iundill í verunni; og skapgremja 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.