Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 47
BÓKMENTIR. 43 „ • Ljóð Gísla Ólafsonar er mér sagt að sé eftir óbreyttan alþýðumann vestur í Húnavatns- sýslu. Og þau bera það með sér. Honum er létt um að yrkja, og það er einhver hugsvölun, í því að sjá laglegar og oft smellnar hortitta- lausar ferskeytlur og hringhendur á þessum tímum koma fram innanum allan hinn kveðskap- inn, sem oft og einatt étur hver upp eftir öðrum og rökræðir lífsgremjuna í Ijóðum og fimbul- fambar ætljarðarljóð og eggjunarkvæði og marg- tuggnar náttúrulýsingar. í kveri þessu eru fer- skeyttar lausavísur og smákvæði með þessum hætti langbest. Rar er skáldið heima og er skáld, en þegar hann fer að yrkja heil kvæði sem hann gerir sjaldan, sem betur fer, þá fellur hann út úr »rolIunni« nær sér ekki aftur nema einstöku sinnum, t. d. í Vorblœr. Samt er kverið skáldinu heldur til sóma, og sýnir það, að gamli ferskeytlukveðskapurinn okkar er ekki útdauður, sem betur fer. Hann ætti að lifna upp í endurnýjaðri mynd, laus við alla gömlu gallana, sem stöfuðu af óvandvirkninni og vankunnáttunni s^ þá var. En ferskeytlan er ekki síður löguð td þess að lúta að lögum list- arinnar en hver annar bragarháttur, nema bet- ur, og enda fleiri rímnahátta vorra, eins og sjá má hjá þeim sem best hafa farið með þá, síð- Breiðfjöð hóf þá upp á listaborðið þar sem hann nenti að vanda sig, eins og sumstaðar í Núma- °g Víglundarrímum. Pessi þrjú kver, eru öll mein'aus og gagnslítil og auðga ekki bókmentir vorar að neinum mun. Til þess eru þau of veigalítil. Og öll þrjú saman vega þau ekki á móti »Snæ- Ijósum* hann Jakobs Thorarensens, sem komu út í fyrra, og varla á móti þessum fáu kvæð- um, sem hafa -sézt eftir Davíð Stefánsson. Rað er tiltölulega sjaldan, sem Kvv. eða önnur íslenzk blöð eða tímarit minnast á út- lendar bókmentir að öðru en því, ef eitthvað er ritað þar um ísland eða eitthvað kemur út eftir íslendinga á öðrum málum. Mörgum er samt kunnugt hér eitt bókaforlag danskt, er kall- ar sig »Kunstforlaget Danmark«. Rað hefur gefið út um átta ára skeið úrval úr skáldsög- um og skáldritum hinna helztu þjóða Norður- álfunnar flest í vönduðu skrautbandi, og selt það fyrir ]/4—]/s verðs við það, sem aðrar bókaverzlanir og forlög hafa selt útgáfur sínar. Salan hefur því orðið afskapleg, og alt sent upp á póstkröfu, hverjum sem hafa vildi. Pað hefur og gefið út úrvalsrit beztu rithöfunda, t. d. Holbergs, Öhlenschlægers, Turgenjevs, Dick- ens, Heyse, Tolstoys o. m. fl. »KrigogFred« eftir Tolstoy, sem bókaverzlanir hafa selt 8 kr. óbundið, kostaði hjá »Kfl. Dm.« um 1,70 í skrautbandi og skáldsögur Marryats í skrautbi 75 au.,áður seldar 3,25 hver. En nú hefur forlag þetta ráðist í annað og meira en að gefa út skáldrit tóm og skemti- bækur. Rað hefur nú hafið útgáfu á stórri alfrœðisorðabók, sem það kallar »Store Nor- diske Konversations-Leksikon» en það er bók, sem á að gefa svar upp á alt, liggur mér við að segja, sem manni dettur í hug að spyrja um. Ef mann langar til að vita nánara um einhvern merkan mann, borg eða land, þjóð eða hlut, er ekki annað en fletta því nafni upp á sínum stað í bókinni, sem stafrofsröðin vísar til, og þar stendur þá flest sem maður vill fá að vita. Alfræðisorðabækur eru margar til meðal allra þjóða, bæði stærri og smærri. Þær sem eru mjög litlar, eitt eða tvö bindi, eru að jafn- aði líttnýtar og ófullnægjandi, en hinar stærri eru ágætt mentunargagn, en jafnan afardýrar; tvær þeirra hafa verið að koma út í Danmörku fyrirfarandi ár: Hagerups Konv. Leks. í 9 bind- um, kostar yfir 100 kr., og Salmonsens í 19 bindum, kostar um 280 krónur. Nú hefur forlag þetta hafið útgáfu á alfræð- isorðabók, sem er fyrirhugað að verði í 16 bindum í stóru 8 blaða broti, hvert bindi 5 — 600 bls. með smáu letri en góðu og skíru. Búist er við það verði með fullum 5000 mynd- um og eru margar þeirra skrautlegar litmyndir t. d. af jurtum og dýrum o. m. fl. og land- kortum af öllum helztu löndum heimsins. Fjöldi 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.