Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 49
LAUSAVÍSUBÁLKUR. 45 um. Rótti hann liðlegur til verka og skemtinn mjög í viðræðum, þegar hófsins naut. Flestar vísur hans hafa þvf orðið til við orfið eða önnur stritvinnuáhöld — og flöskuna. Verður því hér fátt eitt talið, því rúmið er takmarkað. Einu sinni sem oftar kom Baldvin í Gránu- félagsbúð á Sauðárkróki, og bað um á flösk- una. í búðinni var stúdent sá er Einar hét, og síðar varð prestur fyrir austan. Hann bregð- ur þegar við og rennir vatni á flöskuna, og tekur Baldvin þegar við og borgar. Rétt í þeim svifum rekst Baldvin á kunningja sinn og býður honum að súpa á. Hinn gerir það, en segir strax að víðar geti hann drukkið vatn en hjá honurn. Baldvin bregður í brún við þetta, snarar flösk- unni til Einars búðarmanns og segir: A þér fegurð engin skín, ertu minna’ en hálfur. Aldrei snýrðu vatni í vín vesæll skólakálfur. Var þegar skift um í flöskunni. í öðru sinni sat Baldvin að drykkju með félögum sínum tveimur. Sló þá í kappræður með þeim, en Baldvin vildi stilla til hófs og dugði. Harðn- aði svo að til áfloga kom. Brýndi þá Bald- vin raustina og kvað: Heiðrum ætíð helgan frið, hötum þrætur allar. Að því gæta eigum við: undan fæti hallar. Lauk rimmu þeirri svo, að Baldvin bað þá drekka sáttaöl, og skiljast sem vinir. F*á var það sumar eitt, að þeir voru kaupa- menn saman á Heiði í Gönguskörðum, Baldvin og Sigvaldi Jónsson, kallaður »skáldi.« Köst- uðu þeir oft fram stökum, því Sigvaldi var manna fljótastur að kveða. Rerridag einn sem oftar voru þeir að slá í svokölluðum Teigum, en stúlkur rökuðu. Gerðu þeir þá sína vísuna hvor. Sigvalda vísa er svona: Upp um breiðar alstaðar eru að veiða stráin svofnis heiða sólirnar, svo að eyðist Ijáin. En Baldvin kvað þannig: í höndum braka hrífurnar; hrista og skaka stráin sólir spakar sæglóðar; saman rakast ljáin. Pótti sú vísan betur kveðin. Skúli Bergþórsson bjó um þær mundir á Meyjarlandi á Reykjarströnd. Hann þótti góður hagyrðingur og orðfljótur. Baldvin var ein- hverju sinni hjá Skúla um það leyti, sem túnið var hirt. Mun hann hafa verið þar kaupamaður. Segir þá maður einn svo Baldvin heyrði: »Rað gekk ekki afarstirt með túnið núna«. Baldvin gegndi þá til á þessa leið: Gekk nú eigi afarstirt afli heyjabandsins. Tjáist slegin taða og hirt af túni Meyjarlandsins. Skúli heyrði vísuna og kvað: Nú er auður afnuminn iðilfríðum velli; er því snauður auminginn, eins og sauður vorrúinn. Margar af stökum Baldvins þóttu svo iéttar og látlausar, að þær flugu mann frá manni og eru enn á flestra vörum í sveit hans, t. d. þessi gullfallega haustvísa: Fölnar smái fífillinn, Fegurð sá er rúinn. Öll eru stráin stálfreðin, stakki gráum búin. Veturinn 1880—81 var eins og kunnugt er mjög frostharður, enda lá hafísinn hér við land. Um það leyti sem ísinn rak inn á Skagafjörð kvað Baldvin þessar vísur: Digur, há og hljóðadimm, hrolli spáir löndum aldan sjávar geyst og grimm, glymur á bláu ströndum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.