Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 51
LAUSAVÍSUBÁLKUR. 47 áliti hans sjálfs. Rótt hann varaðist að beita menn níðkveðni munu honum hafa hrotið fáeinarstök- nr af því tægi, eins og þessi um ónafngreind- an mann, sem neitaði Baldvin um lítilsháttar lán: Oft má hroka svipinn sjá á sjóla okurs prúðum. Dygðin þokast fögur frá fúlum Lokabúðum. Og enn: Faktors þjónar fylla glös, færist tjónið svínum; hér er dóna drukkin ös dimm fyrir sjónum mínum. Og þéssi staka er alkunn orðin: Mist hefur sjónir miskunar, maura dónast veginn. Nettur þjóninn nískunnar. nær í krónugreyin. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af kveðskap Baldvins. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi gert nein löng kvæði, heldur kastað fram einstökum vísum í svipuðum stíl og hér er frá sagt. 3éra Hallgrímur Thorlacius, sem nú er prest- ur í Glaumbæ, var í skóla, þegar Baldvin and- aðist. Nokkru áður en Hallgrímur frétti lát hans, dreymdi hann að Baldvin kæmi til sín og kvæði vísu þessa: Eru læknuð öll mín sár. engar nauðir þvinga. Nú er Baldvin bleikur nár, Bragi Skagfirðinga.1) Jónas Jónsson, sem bjó á Dýrfinnustöðum og síðar á Hofdölum, þótti gott tækifærisskáld. Hann var gáfaður og skemtinn maður en talinu drykkfeldur. Jónas dó um síðustu aldamót. Nöfn manna batt hann oft í vísum, og skrifaði utan á bréf. Þóttu sumar gerðar snildar- vel. Einhverju sinni sendi hann bréf með þess- ari utanáskrift: ’) Sjá Þjóðsögur O. B. bls. 28. Meistari hælis1, MJölni2 bar, merghús8 Þjaza nauðir jók. Heyjabælir,4 hraunklettar6 Haugagras6 á Sauðárkrók. !) Hæli = hús; meistari húss = timbursmiður. 2) Mjölni bar = Þórr. 3) Þjaza merghús = jötuns bein = steinn 4) heyjabælir = sig (á heyjum). 5) hraunklettar = urð-s. 6) hauga- gras = arfi, (hér) = sonur. Þ. e.: Timbursmiður Þorsteinn Sigurðsson Sauðárkrók. í öðru sinni sendi hann kunningja sínum bréf og skrifaði utan á þessa vísu: Græðir þing og gersemar gautur hringa mæri; útlendingur alstaðar alinn stingverkfæri. Þ. e. = Erlendur Pálsson, Pétur hét maður, hann var Jónsson og átti heima í Réltarholti, Hann reri oft til sjóar. Voru þeir Jónas kunnugir, og seint að vetri einum kvað Pétur Ijóðabréf til Jónasar. Par í var þessi vísa: Heima bind ei blíða ró, burtu hrindist friður. Fæ eg yndi út við sjó eisu linda viður. Jónas kvað aftur til Péturs: Finst mér boði blíðumorð, bana skoðum vegu, þegar gnoðar berja borð, bylgjur voðalegu. Vorið eftir drukknaði Pétur á Skagafirði. Pessi fallega morgunvísa er eftir Jónas: Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggans úða. Fjólan vaggar kolli kát, klædd úr daggar skrúða. Einhvérju sinni var Jónas »við skáU sem oftar og mælti þá fram þessar vísur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.