Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 52
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Drýgja vinn eg varla synd, vín þó hlynni barmi. I óminnismeinalind mínum brynni eg harmi. Tíminn ryður fram sér fast. fremur biðar naumur. Hverfur iðu amakast, eins og Iiðinn draumur. Lffs fram stígur straumur hart, stund án flýgur biðar; fljótt á sígur seinnipart, sól til hnígur viðar. Jónas reri eitt sinn úr Hofsós. Var það þá, þegar bátur hans skreið inn að lendingunni, að Jónas kvað: Minkar vinnu mikil Dröfn, má það finna lýður, . Regar inn á Hófsóshöfn húnalinni skríður. Svalur boði sig fær Iægt, sér má voð ei halda. Undir gnoðu gjálfrar hægt gulli roðin alda. (Meira.) Norðurálfuófriðurinn. Hagkveðlingaháttur. Heimsins titra hásætin, hrellir vitra styrjöldin, mjög er bitur menningin, í myrkri situr friðurinn. Berast Rama hljóð um heim, Hergnýr amar snót og beim, kongar stama’ og grenja’ um geim gullið saman otar þeim. Höldar særast helundum, hrolli slær að valdhöfum. enginn naer víst áttunum, örbyrgð hlær í gáttunum. Skuggi. Gamlárskvöld 1916. Gamla ár. þú ert á förum út af tímans hálu skörum, kveður svo með köldum vörum klakalandið hjúpað snæ. Og með döprum banablæ berst' þú eins frá hildarsviði, dauðaveins og kúlnakliði, keppir fram að aldasæ. Áraraðir áfram líða, Augnablikin varla bíða; út til heima horfnra tíða heldur ársins síðsta stund. Með þér aldrei oftar fund eigum, nema í minnum sálar. Dapra, mætra myndir bálar minning þín um hjartans lund. Höldum út á hrannir tíma hörfar burtu dökkbrýnd gríma. Nýja ársins árdagsskíma erfir hennar veldisstól. Roðar jökla, haf og hól, hún oss vísar brautir duldar. Gegnum lífsins leiðir huldar lýstu okkur, bjarta sól! Að finna hjá sér orku í armi, ást í hjarta, von í ’oarmi, sælublandið brós á hvarmi, bjartrar sálar þroskaglóð: Keptu að því íslands þjóð, áfram beint, þó mæti þrautir. Stefnum upp á æðri brautir, afls og göfgi — menn og fljóð. Hallgr. Jónasson.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.