Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Qupperneq 9
Jónas læknir Rafnar. Jónas Rafnar hefir um mörg ár verið einn af aðalstuðningsmönnum Nýrra Kvöldvaka. Kvöld- vökurnar hafa birt sögur o. fl. eftir marga ágæta höfunda, en enginn þeirra mun hafa orðið vinsælli meðal lesanda þeirra, en Jónas Rafnar. Vilja Kvöldvökurnar nú lít- ilsháttar kynna hann lesendutn sínum: Hann er fæddur 9. febrúar 1887. For- eldrar hans voru þau síra Jónas Jónasson ú Hrafnagili og kona hans Þórunn Stefáns- dóttir. Árið 1909 út- skrifaðist hann frá lærðaskólanum í Reykjavík og úr lækna- deild háskólans 1914. Árin 1915-18 var hann í Danmörku við framhaldsnám, mest á heilsuhælum. Árið 1919 gekk hann að eiga Ingibjörgu Bjarnadóttir prófasts á Steinnesi. Frá 1918 — 26 gegndi hann læknisstörfum á Ak- ureyri, en veturinn 1926—27 fór hann enn utan að kynna sér berklalækningar. Frá 1. október 1927 var hann settur Iæknir við heilsuhælið í Kristnesi og hefir hann verið þar síðan. Er hann hinn vinsælasti af sjúklingum sínum. N.-Kv. XXIII. ár, 1.—3. h. Fyrsta saga, sem birtist á prenti eftir Jónas kom í Skími 1915 og hét Talaö á milli lijóna. Aðrar frumsamdar skáldsögur eftir hann, sem á prenti hafa birst, hafa allar komið í Nýjum Kvöldvökum: j lest- inni (1916), Silkisvuntan (1925), Vökumaðurinn (1925), Hallur læknir (1926) og Gestur (1929), er líka kom sérprentaður. Ein af sögum þessum, VÖkU- maðurinn, hefir verið þýdd á þýzku. Margar innlendar skrítlur, er N. Kv. hafa birt hefir Jónas Rafnar skrifað. Dálítið hefir hann skrifað af þjóðsögum. Hann skrifaði söguna »Húsavíkur Jnmrisem kom út í þjóðtrú og þjóðsögum Odds Björnssonar,' og var seinna þýdd [á dönsku. Nú býr hann þjóðsagnasafnið QRÍMA« undir prentun. í þessu hefti Nýrra Kvöldvaka hefst lang bezta saga, sem Jónas Rafnar hefir skrifað. Mun saga þessi auka enn vinsældir ’höfundarins og þar með vinsældir Nýrra Kvöldvaka. P. M. J. i

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.