Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 10
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Staksteinar. Þættir úr sögu Guðmundar frá Nausti. i. Hreppaflutningur. Sigurður sýslumaður var nýbúinn að borða baunir og ket, sat í skrifstofustóln- um sínum og tottaði langpípuna. Ketið hafði verið í saltara og strembnara lagi, svo að hann dæsti við öðru hvoru vegna óhægðar fyrir bringspölunum. Svo greip hann nýkomið ísafoldar-blað og fór að lesa um styrjöldina á Balkanskaga, og svo niðursokkinn var hann í lesturinn, að hann tók ekki eftir því að riðið var mörg- um hestum í hlaðið; en hann hrökk við, þegar barin voru þrjú snörp högg á úti- dyrahurðina; mannamál heyrðist framan úr ganginum og svo var drepið á skrif- stofuhurðina. »Kom inn«. Inn á gólfið kom vaðstígvélaður maður með svipu í hendi, tók ofan hattinn og heilsaði sýslumanni hæversklega. »Hvaðan eruð þér?« spurði sýslumað- ur. »Eg er ofan úr Ásasveit og var sendur af hreppstjóranum með hjón, sem eiga að fara austur á land á sinn hrepp, en eins og nú stendur á, hef eg engin önnur úr- ræði en að snúa mér til yðar, því að svo var ráð fyrir gert, að þau yrðu send með skipinu, sem fór héðan um hádegið í dag«. »En því komið þér svona seint, mað- ur?« »Þegar eg kom ofan að Skógum í gær- dag, þá var áin í þeirri déskotans for- áttu, að það voru engin viðlit að komast yfir hana og það var ekki fyr en um fóta- ferðartíma í morgun að leggjandi var í hana. Svo fór eg með þessi skötuhjú til Runólfs á Sandi, en hann sagðist vera bú- inn að segja af sér hreppstjórninni og að skrifarinn yðar hefði tekið við embættinu til bráðabirgða; svo er mér sagt, að hanri sé nýfarinn út á Strönd og þá veit eg ekki, hvert eg á að snúa mér«. Sýslumaður tottaði pípuna í ákafa. »Hvaða fólk er þetta, sem þér eruð með?« »Þau heita Þorleifur og Guðrún og eru einhverstaðar austan af fjörðum«. »Og því eruð þið að senda þau frá ykkur ?« »Það er af því að þau hafa enga mann- rænu í sér til að bjarga sér; þau hafa flækst þarna upp frá í ein tvö ár, tíma og tíma í stað, og hafa hvorki haft í sig né á; svo fengu þau hvergi inni í vor, svo að það var ekki um annað að gera en að. senda þau heim á sína sveit«. »Var ekki hægt að láta þau vinna eins og annað fólk?« »Það gekk nú skrykkjótt. Hann kvað ekki vera ólaginn til verka, en þetta er mannleysa og svo hefir hann þótt vera hvinnskur. Guðrún þykir skapstygg í meira lagi og svo hafa þau krakka í eft- irdragi, svo að það er varla von að nokk- ur fari að taka þau inn til sín. Hrepp- stjórinn tók því þetta ráð, þegar hann frétti að skipið ætti að koma hingað á voginn«. »Já — en nú er það farið«. »En hvar á eg þá að skilja þau eftir?« »Þér megið ekki skilja þau eftir í reiðu- lejrsi. Eg sé ekki annað vænna, en að þér verðið að fara með þau aftur upp eftir og láta þau bíða þar eftir næstu ferð«. »Það væri mér nú ver við, — en hve- nær verður þá skipsferð næst?«

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.