Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 11
STAKSTEINAR 3 »Það verður, minnir mig, ekki fyr en undir réttirc. »Fari það í opið...«, — komumaður tautaði síðustu orðin svo lágt, að sýslu- maður heyrði ekki orðaskil. Þeir þögðu stundarkorn. »Hvar eru þau?« spurði sýslumaður. »Þau bíða úti á hlaði«. »Það er viðkunnanlegra að eg hafi tal af þeim; viljið þér ekki kalla á þau inn?« Eftir drykklanga stund komu hjónin inn á gólfið. Þorleifur var tæpur meðal- maður, fölleitur og smáleitur, með gisið alskegg, klæddur gráum og snjáðum vað- málsfötum, með sokkana utan yfir buxna- skálmunum; hann staðnæmdist þegjandi og velti stormhúfunni á milli handa sér. Guðrún var eins há og maður hennar, fremur grannvaxin, langleit og skarpleit, með rauðþrútna augnahvarma og herptan munn; hún hafði steinsofandi barn í fanginu, vafið innan í brúnköflóttan sjal- garm, svo að ekki stóð út úr dúðunum ahnað en svolítið neftyppi og tvær tátot- ur. Hún losaði um hægri hendina og heils- aði sýslumanni, og þá gerði maður henn- ar það líka. Sýslumaður lét þau setjast. »Það er í óefni komið með þessa ferð ykkar austur«, sagði hann, »skipið er farið, og þá verður engin ferð austur fyr en undir haustið. Eg tel það alveg ógern- ing, að þið farið landveg svo langa leið með ungbarn og sé því ekki önnur úrræði en að þið farið aftur upp í Ásasveit í bráðina og bíðið þar næstu ferðar; eitt- hvað verður ykkur til um vinnu um há- b j argræðistímann«. Guðrún leit á sýslumann; augnaráðið var hvasstog varirnar herptust enn meir. »Upp í Ásasveit? Þangað óskaði eg sízt að leið mín lægi aftur«, — hún þurkaði sér um augun, — »hvorki lifandi né úauðrar«. »Er ykkur á rnóti skapi að fara þangað aftur?« Þorleifur ók sér í sætinu. »Guðrúnu minni þætti fjarska mikið fyrir, ef við þyrftum að snúa við og fara aftur upp eftir«. »Leið ykkur illa upp frá?« Hjónunum varð ógreitt um svar; Þor- leifur leit flöktandi augum til fylgdar- mannsins, Guðrún barðist við grátinn. »Þau voru þar á flækingi«, sagði fylgd- armaðurinn kæruleysislega, »og vænst þætti mér um, ef eg þyrfti ekki að fara með þau aftur«. »Það var ekki farið með okkur eins og manneskjur«, snökti Guðrún, »það verð- ur flestum fyrir að leggjast á lítilmagn- ann«. »Guðrún mín er orðin ósköp leið á því að þurfa að hrekjast með drenginn á meðal ókunnugra, — og það er eins um míg«, sagði Þorleifur. »Það er satt bezt að segja«, sagði fylgd- armaðurinn með nokkrum rembingi, »þið hafið flækst úr einum stað í annan, eng- inn viljað hafa ykkur til lengdar vegna ýmislegs, sem hollast væri fyrir ykkur að lægi kyrt, og þá er ykkur bezt sjálfum að segja sem minnst«. »Það er auðheyrt, að þú hefur lært orð- bragðið af þínum húsbónda«, svaraði Guðrún og barðist við ekkann; »en þú mátt segja honum það, að við skulum aldrei troða hann um tær framar. Eg gæti sagt ýmislegt um hann og þig, ef eg vildi; að minsta kosti gætu vinnukonurnar í Ási frætt konuskepnuna þína um ýmis- legt, sem hollara væri fyrir sjálfan þig að lægi kyrt«. Fylgdarmanninum varð orðfall í bili, en svo hreytti hann út úr sér: »Þarna er sýnishorn af munnsöfnuðin- um«. Sýslumanni féll þetta tal illa; hann var einstakur friðsemdarmaður og leiddust l

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.