Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Page 12
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR allar orðahnyppingar. En þá fór fata- pinkillinn í fangi Guðrúnar að iða og upp úr dúðunum gægðist rauðþrútið barns- andlit. »Er þetta drengur eða stúlka?« spurði sýslumaður. »Það er drengur«, svaraði Guðrún. »Hvað heitir stúfurinn?« »Hann heitir Guðmundur«. Drengurinn horfði galopnum undrun- araugum í kringum sig. Hann hafði auð- sjáanlega enga hugmynd um, hvar hann var staddur og hafði sjálfsagt aldrei kom- ið inn í svo veglegt herbergi. Hann skim- aði þegjandi allt í kringum sig og starði að lokum á sýslumanninn, fullur aðdáun- ar; sérstaklega leizt honum vel á gyltu hnappana í jakkaboðungunum. Loks tók hann viðbragð, ýtti af sér sjalgarminum, benti á látúnshnapp í blússu sinni og sagði: »Mi líga napp«. Sýslumaður brosti við. »Hann er lítið talandi, auminginn«, sagði Þorleifur með hægð; »þetta er ekki nema á þriðja ári«. »Ertu ekki þreyttur, litli stúfur?,< spurði sýslumaður. »Nei-ei«, svaraði drengurinn, »en mi svangur«. Þá var eins og sýslumaður rankaði við sér. »Þið hafið náttúrlega ekkert borðað síðan snemma í morgun«. »Það lá nú meira á en svo í morgun, að það væri tími til að borða í Skógum,« svaraði Guðrún og herpti varirnar, »en það gei'ði minna til okkar vegna en barns- ins«. Sýslumaður leit álösunaraugum til fylgdarmannsins. »Það er líklega réttast, að eg losi yður úr þessum vanda, — hvað sem um þetta fólk verður«. Svo kvaddi fylgdarmaðurinn sýslu- mann í skyndi, tók þegjandi í hendina á hjónunum og fór sína leið. Sýslumaður fylgdi hjónunum inn í bað- stofu vinnufólksins og lét þau setjast þar. Var þeim bráðlega borinn matur, baunir og ket, og borðuðu þau með góðri lyst. Ekki var laust við að hjónin væru á- h.vggjufull um hag sinn, hvernig þeim yrði ráðstafað, og voru því fálát, en drengurinn var hinn kátasti, rásaði um alt og spurði í þaula. — Sýslumannsfrúin, góðleg, grannvaxin kona, kom inn til þeirra og leiddi við hönd sér dóttur sína á fjórða ári. Hjónin voru uppburðarlítil við frúna, en Guðmundi leizt mætavel á sýslumannsdótturina, skoðaði hana alla í kiók og kring, hló og skrípaðist. Frúin talaði við þau stundarkorn, spurði ýtar- lega um alla hagi þeirra og sagði svo að lokum: »Þið verðið alténd í nótt hjá okkur, hvað sem svo ræðst«. Þetta kvöld sátu sýslumannshjónin. lengi á tali inni í skrifstofu. Um morguninn tók sýslumaður Þorleif tafi og spurði hann, hvort hann væri nokkuð vanur sjómennsku. Þorleifur kvaðst hafa róið eystra fyrir nokkrum árum og kunnað því vel; sömuleiðis væri hann vanur flestri landvinnu, en væri þollítill til erfiðis. Slitu þeir svo talinu að sinni. En um nónbil kallaði sýslumaður hjónin inn á skrifstofu til sín og sagði, að nú yrði að ráða fram úr, hvað gera skyldi; það væri ekki um sjóferð að gera fyr en undir haust, en landferð yrði of erfið og kostnaðarsöm; sér þætti ekki rétt að vera að ganga hart að þeim með að fara aftur upp í Ásasveit. »Guð blessi yður fyrir það«, sagði Guð- rún. »Já, það var ósköp fallegt af yður«, bætti Þorleifur við. »En einhverstaðar verðið þið að vera«,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.