Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 12
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR allar orðahnyppingar. En þá fór fata- pinkillinn í fangi Guðrúnar að iða og upp úr dúðunum gægðist rauðþrútið barns- andlit. »Er þetta drengur eða stúlka?« spurði sýslumaður. »Það er drengur«, svaraði Guðrún. »Hvað heitir stúfurinn?« »Hann heitir Guðmundur«. Drengurinn horfði galopnum undrun- araugum í kringum sig. Hann hafði auð- sjáanlega enga hugmynd um, hvar hann var staddur og hafði sjálfsagt aldrei kom- ið inn í svo veglegt herbergi. Hann skim- aði þegjandi allt í kringum sig og starði að lokum á sýslumanninn, fullur aðdáun- ar; sérstaklega leizt honum vel á gyltu hnappana í jakkaboðungunum. Loks tók hann viðbragð, ýtti af sér sjalgarminum, benti á látúnshnapp í blússu sinni og sagði: »Mi líga napp«. Sýslumaður brosti við. »Hann er lítið talandi, auminginn«, sagði Þorleifur með hægð; »þetta er ekki nema á þriðja ári«. »Ertu ekki þreyttur, litli stúfur?,< spurði sýslumaður. »Nei-ei«, svaraði drengurinn, »en mi svangur«. Þá var eins og sýslumaður rankaði við sér. »Þið hafið náttúrlega ekkert borðað síðan snemma í morgun«. »Það lá nú meira á en svo í morgun, að það væri tími til að borða í Skógum,« svaraði Guðrún og herpti varirnar, »en það gei'ði minna til okkar vegna en barns- ins«. Sýslumaður leit álösunaraugum til fylgdarmannsins. »Það er líklega réttast, að eg losi yður úr þessum vanda, — hvað sem um þetta fólk verður«. Svo kvaddi fylgdarmaðurinn sýslu- mann í skyndi, tók þegjandi í hendina á hjónunum og fór sína leið. Sýslumaður fylgdi hjónunum inn í bað- stofu vinnufólksins og lét þau setjast þar. Var þeim bráðlega borinn matur, baunir og ket, og borðuðu þau með góðri lyst. Ekki var laust við að hjónin væru á- h.vggjufull um hag sinn, hvernig þeim yrði ráðstafað, og voru því fálát, en drengurinn var hinn kátasti, rásaði um alt og spurði í þaula. — Sýslumannsfrúin, góðleg, grannvaxin kona, kom inn til þeirra og leiddi við hönd sér dóttur sína á fjórða ári. Hjónin voru uppburðarlítil við frúna, en Guðmundi leizt mætavel á sýslumannsdótturina, skoðaði hana alla í kiók og kring, hló og skrípaðist. Frúin talaði við þau stundarkorn, spurði ýtar- lega um alla hagi þeirra og sagði svo að lokum: »Þið verðið alténd í nótt hjá okkur, hvað sem svo ræðst«. Þetta kvöld sátu sýslumannshjónin. lengi á tali inni í skrifstofu. Um morguninn tók sýslumaður Þorleif tafi og spurði hann, hvort hann væri nokkuð vanur sjómennsku. Þorleifur kvaðst hafa róið eystra fyrir nokkrum árum og kunnað því vel; sömuleiðis væri hann vanur flestri landvinnu, en væri þollítill til erfiðis. Slitu þeir svo talinu að sinni. En um nónbil kallaði sýslumaður hjónin inn á skrifstofu til sín og sagði, að nú yrði að ráða fram úr, hvað gera skyldi; það væri ekki um sjóferð að gera fyr en undir haust, en landferð yrði of erfið og kostnaðarsöm; sér þætti ekki rétt að vera að ganga hart að þeim með að fara aftur upp í Ásasveit. »Guð blessi yður fyrir það«, sagði Guð- rún. »Já, það var ósköp fallegt af yður«, bætti Þorleifur við. »En einhverstaðar verðið þið að vera«,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.