Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 13
STAKSTEINAR Siélt sýslumaður áfram. »Svo stendur á, íið hérna niður við Voginn er sjóbúð, sem •eg á ráð á. Hún er ekki sérlega vistleg, verð eg að segja, en vel er búandi í henni tim sumartímann, ef hún er ræst upp; þar er rúmstæði og hlóðir, og svo verða •einhver ráð með að hjálpa ykkur til liaustsins, ef þið liggið ekki sjálf á liði ykkar. Á mínu heimili þarf mörg vikiu ^að vinna og eg skal láta ykkur sitja fyrir um vinnuna. Svo get eg lánað ykkur bát- kænu, ef Þorleifur vill gutla á sjó, þegar I -ekki er annað að gera. — Hvað segið þið sjálf um þetta? Munduð þið gera ykkur ^að góðu að hýrast í Naustinu til hausts- ins?« »Guð launi yður fyrir«, sagði Guðrún •og klökknaði; »við megum þakka allt, sem af góðum vilja er gert«. »Já, við megum sannarlega vera þakk- Bát«, bætti Þorleifur við. ^ Guðmundur hafði horft með opnum itiunni gaumgæfilega á sýslumann, á með- «n hann var að tala við hjónin. Þegar hlé "Varð á viðræðunni, spurði hann: »Því er nefið á þér svona?« —Sýslumaður hafði óvenju-hátt nef. —¦ »Það er skapað svona«, svaraði hann 'Og brosti, en Guðmundur starði jafnundr- ¦andi og.áður. . »Þegiðu, strákur!« sagði Guðrún og '.greip fyrir munninn á honum. Um kvöldið var dót þeirra hjóna borið 'ofan í Naust. Það var fatapinkill, kaffi- kanna og pottur, koffort, yfirsæng og koddi, og þá var upp talið. Dýnu fengu þau að láni hjá sýslumanni og eitthvað af ^iatvælum var tekið út hjá faktornum, ^ ^egn ábyrgð sýslumanns. Sjóbúðin, sem kölluð var Naust, hafði ekki verið notuð veturinn áður og stóð auð. Hún hafði veríð vel byggð í fyrstu, e;i var farin að hrörna og ganga af sér. » innsta þriðjungi búðarinnar var gólf og -Piljað upp undir súðina; á stafninum var fjögra rúðna gluggi og riimstæði undir honum. í tveim fremri þriðjungunum var moldargólf og var sá hlutinn ætlaður til eldamennsku og geymslu; voru þar hlóð- ir frammi undir dyrum. Um kvöldið fóru hjónin í nýja bústað- inn. Guðrún hélt á nokkrum bögglum, sem frúin hafði gefið henni til búsins, en Þorleifur bar Guðmund á háhesti. Þegar þau komu neðst í tröðina, þurfti Guðrún að staldra við, því að hún var að týna sokkabandinu. Á traðarveggnum sat svo sem sex eða sjö ára gamall strákur í rauðri peysu. Honum þótti þetta fólk svo skringilegt, að hann rak upp skellihlátur; svo rak hann út úr sér tunguna og gretti sig framan í Guðmund, en Guðmundur varð bæði smeykur og reiður, barði fóta- stokkinn á herðum föður síns og æpti: »Gammatt' 'ín, gammatt' 'ín!« Þá hló hinn því meira, og sköllin í hon- um heyrðust góða stund á eftir. Það var í fyrsta, en ekki í síðasta sinn- ið, sem Jón litli Daðason úr Beykishúsinu hló að fólkinu í Nausti. — Þannig atvikaðist það, að Þorleifur og Guðrún settust að í Sandvogi og fengu bústað í Nausti. Svo var ráð fyrir gert, að þau yrðu þar aðeins til haustsins, en það réðst síðar, eftir einlægri ósk þeirra, að þau fengju að vera þar áfram um óá- kveðinn tíma og þá gat sýslumaður ekki verið að hrekja þau burtu aftur. Um haustið, þegar sóknarpresturinn tók manntalið, skrifaði hann í sálnareg- istur Vogs-sóknar: Naust, þurrabúð í Ef ra-Vogslandi; Þorleifur Jónsson, 46 ára, Guðrún Guðmundsdóttir, 40 ára, hjón í þurrabúð. Guðmundur, 3 ára, sonur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.