Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Side 13
STAKSTEINAR S íiélt sýslumaður áfram. »Svo stendur á, að hérna niður við Voginn er sjóbúð, sem •eg á ráð á. Hún er ekki sérlega vistleg, verð eg að segja, en vel er búandi í henni uni sumartímann, ef hún er ræst upp; þar er rúmstæði og hlóðir, og svo verða •einhver ráð með að hjálpa ykkur til haustsins, ef þið liggið ekki sjálf á liði ykkar. Á mínu heimili þarf mörg vikin ■að vinna og eg skal láta ykkur sitja fyrir um vinnuna. Svo get eg lánað ykkur bát- kænu, ef Þorleifur vill gutla á sjó, þegar •ekki er annað að gera. — Hvað segið þið fijálf um þetta? Munduð þið gera ykkur að góðu að hýrast í Naustinu til hausts- ins?« »Guð launi yður fyrir«, sagði Guðrún ■og klökknaði; »við megum þakka allt, ■sem af góðum vilja er gert«. »Já, við megum sannarlega vera þakk- lát«, bætti Þorleifur við. Guðmundur hafði horft með opnum munni gaumgæfilega á sýslumann, á með- ^an hann var að tala við hjónin. Þegar hlé "varð á viði'æðunni, spurði hann: »Því er nefið á þér svona?« —-Sýslumaður hafði óvenju-hátt nef. — »Það er skapað svona«, svaraði hann og brosti, en Guðmundur starði jafnundr- •andi og .áður. »Þegiðu, strákur!« sagði Guðrún og Jtreip fyrir munninn á honum. Um kvöldið var dót þeirra hjóna borið ofan í Naust. Það var fatapinkill, kaffi- kanna og pottur, koffort, yfirsæng og koddi, og þá var upp talið. Dýnu fengu Þau að láni hjá sýslumanni og eitthvað af ^atvælum var tekið út hjá faktomum, gegn ábyrgð sýslumanns. Sjóbúðin, sem kölluð var Naust, hafði ekki verið notuð veturinn áður og stóð auð. Hún hafði verið vel byggð í fyrstu, e'a var farin að hrörna og ganga af sér. i innsta þriðjungi búðarinnar var gólf og þiljað upp undir súðina; á stafninum var fjögra rúðna gluggi og rúmstæði undir honum. í tveim fremri þriðjungunum var moldargólf og var sá hlutinn ætlaður til eldamennsku og geymslu; voru þar hlóð- ir frammi undir dyrum. Um kvöldið fóru hjónin í nýja bústað- inn. Guðrún hélt á nokkrum bögglum, sem frúin hafði gefið henni til búsins, en Þorleifur bar Guðmund á háhesti. Þegar þau komu neðst í tröðina, þurfti Guðrún að staldra við, því að hún var að týna sokkabandinu. Á traðarveggnum sat svo sem sex eða sjö ára gamall strákur í rauðri peysu. Honum þótti þetta fólk svo skringilegt, að hann rak upp skellihlátur; svo rak hann út úr sér tunguna og gretti sig framan í Guðmund, en Guðmundur varð bæði smeykur og reiður, barði fóta- stokkinn á herðum föður síns og æpti: »Gammatt’ ’ín, gammatt’ ’ín!« Þá hló hinn því meira, og sköllin í hon- um heyrðust góða stund á eftir. Það var í fyrsta, en ekki í síðasta sinn- ið, sem Jón litli Daðason úr Beykishúsinu hló að fólkinu í Nausti. — Þannig atvikaðist það, að Þorleifur og Guðrún settust að í Sandvogi og fengu bústað í Nausti. Svo var ráð fyrir gert, að þau yrðu þar aðeins til haustsins, en það réðst síðar, eftir einlægri ósk þeirra, að þau fengju að vera þar áfram um óá- kveðinn tíma og þá gat sýslumaður ekki verið að hrekja þau burtu aftur. Um haustið, þegar sóknarpresturinn tók manntalið, skrifaði hann í sálnareg- istur Vogs-sóknar: Naust, þurrabúð í Efra-Vogslandi; Þorleifur Jónsson, 46 ára, Guðrún Guðmundsdóttir, 40 ára, hjón í þurrabúð. Guðmundur, 3 ára, sonur þeirra.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.