Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 14
NÝJAR KVÖLDVÖKUR II. Vogur og Naust. Sandvogur var ekki ásjálegt kauptún á árunum 1870—80, því að auk bæjanna tveggja, Efra-Vogs og Neðra-Vogs, og verzlunarhúsanna voru þar sárfá hús á stangli og nokkrar gamlar verbúðir niður við sjóinn. En svo fór eitt og eitt hús að bætast við, svo að smám saman óx byggðiu og fór að eiga það skilið að kallast verzl- unarstaður. Verzlun hafði verið rekin þar um langan aldur af útlendu félagi og enginn hafði dirfzt að reyna til að keppa við hana. Verzlunarstjórinn, sem allt af var kallaður »faktorinn« og aldrei annað, var því mjög voldugur maður, sem allir báru mikla virðingu fyrir. — Jörðin Neðri-Vogur var þá skift á milli þriggja eða fjögra ábúenda, en í Efra-Vogi bjó sýslumaðurinn og þar var kirkjan. Sigurður sýslumaður hafði búið þar þrjú ár, þegar þessi saga byrjar. Hann hafði komið þangað beina leið úr ein- hverri stjórnarskrifstofunni í Kaup- mannahöfn, nýlega kvæntur, hafði keypt jörðina, farið þegar að húsa hana upp og komið upp allstóru búi. Mönnum var enn í fersku minni koma þeirra sýslumanns- hjónanna í Voginn. Á kyrrum vormorgni hafði gufuskipið lagst og faktorinn hafði sent fram stóra bátinn. Svo hafði bátur- inn komið aí'tur að bryggjunni og sýslu- mannshjónin og vinnukona þeirra gengið upp í faktorshúsið. Sýslumaðurinn var vel meðalmaður, fremur feitlaginn, með gildan staf í hendi, klæddur einkennis- búningi. Frú Valgerður grannvaxin, föl eftir sjóveiki og svo máttfarin, að maður hennar varð að styðja hana; hún var svo einkennilega klædd, að fólkið var alveg hissa og kímdi sín á milli. Kjóllinn var aðskorinn að ofan og neðan, en um mjaðmirnar var hann í allteinum felling- Um; hárið var sett upp' í hnút, en toppur í enni, og svo var dökkt silkiband bundið um hófuðið, með hnýti yfir enhinu. Eng- inn hafði séð annan eins búning fyr á æfi sinni! Vinnukonan var líka klædd eft- ir útlendri tízku og hélt hún á dóttur þeirra hjónanna, misserisgamalli. — Og svo þegar þau fluttu inn í gamla bæinn t Efra-Vogi, fóru að byggja upp og draga til bús, þá varð mörgum á að hrista höf- uðið og segja: »Þau held eg kunni að búar þessi!« En efasemdir og hrakspár urðu að engu með tímanum. Sýslumannshjón- in sýndu það fyllilega, að þau stóðu öðr- um á sporði í þeim efnum. Sýslumaðurinn var svo glæsilegur og alúðlegur maður,. að hann hlaut bráðlega þá virðingu al- mennings, sem stöðu hans sómdi; en- fyrsta árið að minnsta kosti var ekki laust við að fólk hefði gaman af að skopast að frúnni í laumi. Það gat ekki skilið, að þessi hægláta, föla kona, sem sjaldan kom á mannamót og lítið lét til sín taka, hefði nokkra verulega mannkosti að geyma. En sumarið eftir kom gufuskip á Voginn og þar var á ferðinni hvorki meira né minna en landshöfðinginn sjálfur í eftirlitsferð.. Það var uppi fótur og fit, allir þustu ofan að bryggju til þess að sjá þenna tigna. gest og hvernig sýslumannshjónunum færist að taka á móti honum. Þegar bát- inn bar að, hafði landshöfðinginn stigið upp á bryggjuna, — höfðinglegur maður í gráum frakka, með kollháan, brúnan hatt á höfði og hanzka á höndum; — hann tó'k ofan hattinn, rétti frúnni hend- ina og sagði hátt og skýrt: »Komdu sæl, frændkona.« Svo hafði hann gengið upp að Efra- Vogi og verið þar fram undir kvöld, og þegar hann fór, kvaddi hann frúna virðu- lega á bryggjunni, með háa hattinn í hendinni, — meira að segja hafði hann staðið upp í bátnum á leiðinni fram í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.